Neyðin er vandinn ekki vændið

Umræða á Íslandi um vændi er oft á tíðum eins og að hlusta á Halldór Blöndal fara með vísur. Dugir sem brandari í smástund en eftir það verður ástandið kvalafullt. Kolbrún Halldórsdóttir þingmaður Vinstri grænna hefur látið hafa eftir sér að aldrei hafi hún hitt hamingjusama hóru og því sé sjálfgefið að banna vændi. En þar sem hún er sjálf á móti vændi sem slíku að þá ályktar Kolbrún að óhamingja hórunnar felist í vændinu en ekki aðstæðunum sem leiddu manneskjuna út í vændi. Umræðan um vændi hefur nefnilega fjarlægst markmið sín og friðþægjandi fordómafullra leiða er leitað í stað þess að nálgast hinn raunverulega vanda. Umræða á Íslandi um vændi er oft á tíðum eins og að hlusta á Halldór Blöndal fara með vísur. Dugir sem brandari í smástund en eftir það verður ástandið kvalafullt. Kolbrún Halldórsdóttir þingmaður Vinstri grænna hefur látið hafa eftir sér að aldrei hafi hún hitt hamingjusama hóru og því sé sjálfgefið að banna vændi. En þar sem hún er sjálf á móti vændi sem slíku að þá ályktar Kolbrún að óhamingja hórunnar felist í vændinu en ekki aðstæðunum sem leiddu manneskjuna út í vændi. Umræðan um vændi hefur nefnilega fjarlægst markmið sín og friðþægjandi fordómafullra leiða er leitað í stað þess að nálgast hinn raunverulega vanda.

Markmiðið er að tryggja að fólk stundi ekki vændi vegna neyðar. Leiðir er lúta að þessu markmiði geta því varla verið að banna vændi því þeir einu sem brjóta bannið eru þeir sem neyðast til þess. Vandamálin hverfa ekki með því að banna þau, neyðin hverfur ekki með því að gera hana ólöglega.

Er vændi ástæða neyðarinnar?
Flestir geta gert sér grein fyrir því að vændisþjónusta er tekjuöflunarleið. Sá aðili sem stundar vændi hlýtur því að vera vera afla sér tekna með ástundun sinni. Spurningin sem við verðum að svara er hvort neyð fólks komi til með að hverfa ef að vændi hverfur? Hið augljósa er að neyðin kom fyrst.

Skynsamlegri lausn er að tryggja aðstoð við þá sem stunda vændi vegna neyðar til að þeir komist úr hremmingum sínum. Hvernig sem slíkt er útfært þá er nauðsynlegt að leyfa vændi að fullu. Með fullri lögleiðingu er hægt að ná tökum á vanda þess fólks sem stundar vændi í neyð. Til þess að geta tekið á vandamálum fólks við þessar aðstæður verðum við að horfa framhjá siðferðislegum fordómum okkar og taka á neyðinni sjálfri.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand