Ástæðulaust?

Um miðjan febrúar vildi Tony Blair að vopnaeftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna fengu lengri tíma til að sinna starfi sínu í Írak og ganga úr skugga um það hvort og hvenær yfirvöld í Írak hefðu eyðilagt meint gereyðingavopn sín. Nokkrum dögum síðar sagði Hans Blix, yfirmaður vopnaeftirlitsnefndar Sameinuðu þjóðanna, að Írakar sýndu raunveruleg merku um samvinnu. Degi síðar fór Blix fram á að vopnaeftirlitsmenn fengu nokkra mánuði til viðbótar við störf sín í landinu. Davíð Oddsson sagði á Alþingi 3. mars að hann óttaðist að með degi hverjum drægist heimurinn nær styrjöld. Jafnframt sagði hann að ríkisstjórnin undirstrikaði nauðsyn þess að ályktun S.Þ. héldi – annars væri hætta á að öryggishlutverk samtakanna yrði dregið niður og að lokum myndu Sameinuðu þjóðirnar verða fyrir álitshnekki. Um miðjan febrúar vildi Tony Blair að vopnaeftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna fengu lengri tíma til að sinna starfi sínu í Írak og ganga úr skugga um það hvort og hvenær yfirvöld í Írak hefðu eyðilagt meint gereyðingavopn sín. Nokkrum dögum síðar sagði Hans Blix, yfirmaður vopnaeftirlitsnefndar Sameinuðu þjóðanna, að Írakar sýndu raunveruleg merku um samvinnu. Degi síðar fór Blix fram á að vopnaeftirlitsmenn fengu nokkra mánuði til viðbótar við störf sín í landinu. Davíð Oddsson sagði á Alþingi 3. mars að hann óttaðist að með degi hverjum drægist heimurinn nær styrjöld. Jafnframt sagði hann að ríkisstjórnin undirstrikaði nauðsyn þess að ályktun S.Þ. héldi – annars væri hætta á að öryggishlutverk samtakanna yrði dregið niður og að lokum myndu Sameinuðu þjóðirnar verða fyrir álitshnekki.

Skömmu fyrir innrás
Á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna 7. mars sagði Mohamed ElBaradei, yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, að engar vísbendingar hefðu komið fram um að Írakar hefðu endurnýjað kjarnorkuvopnaáætlun sína. Tveimur dögum síðar sagði hann: ,,Hvað kjarnorkuvopnin varðar þá tel ég að við þurfum tvo til þrjá mánuði til viðbótar til þess að geta slegið því föstu að Írakar vinni ekki, og hafi ekki unnið, að þróun kjarnorkuvopna.”

Bush, Blair og Aznar, forsætisráðherra Spánar, hittust og funduðu á Azoreyjum 17. mars. Þar gaf Bandaríkjaforseti Sameinuðu þjóðunum sólarhringsfrest til að ákveða hvort samtökin styddu stríð gegn Írak undir forystu Bandaríkjanna. Skömmu síðar sagðist Davíð Oddsson styðja yfirlýsingar sem fram hefðu komið á fundi þremenninganna. Degi síðar var stuðningur Íslands við áætlanir Bandaríkjanna kynntur á blaðamannafundi bandaríska utanríkisráðuneytisins. Mjög smekklegt það! Þetta var gert án þess að utanríkismálanefnd Alþingis kæmi saman, en nefndin á að vera ríkisstjórninni til ráðuneytis um meiri háttar utanríkismál. Í framhaldi á því fór Össur Skarphéðinsson fram á að utanríkismálanefnd kæmi saman hið fyrsta. Steingrímur J. Sigfússon fór einnig fram á að nefndin héldi fund – því var hafnað.

Skömmu eftir miðnætti að íslenskum tíma þann 20. mars hófst stríð í Írak.

Ásakanir
Í lok maí komu fram ásakanir á hendur stjórn George Bush. Stjórnin mun hafa ákveðið um miðjan desember að heyja stríð í Írak þótt að reynt yrði til þrautar að leysa deiluna á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Skömmu síðar gerði Paul Wolfowitz, aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, lítið úr meintri gereyðingarvopnaeign Íraka sem ástæðu fyrir hernaðinum. Jafnframt dró hann ekki dul á að stór ástæða fyrir innrásinni hafi verið sú að Bandaríkjastjórn vildi geta flutt hermenn sína frá Sádi-Arabíu.

Undanfarið hefur Blair og aðstoðarmönnum hans í forsætisráðuneytinu legið undir ámæli fyrir að hafa látið breyta orðalagi í skýrslu sem var birt var fyrir innrásina. Þessu svaraði Blair með því að segja: ,,Allar aðdróttanir um að við höfum á einhvern hátt átt við leyniþjónustuupplýsingar eru algerlega og fullkomlega rangar.” Robin Cook og Clare Short, fyrrum ráðherrar í ríkisstjórn Blair, hafa gagnrýnt forsætisráðherrann harðlega. Þingmenn innan Verkamannaflokksins eru m.a. í hópi þeirra sem fara fram á að hafin verði rannsókn á málinu. Breska forsætisráðuneytið hefur synjað þessum kröfum og Tony Blair segist standa 100 % við þau sönnunargögn sem kynnt voru almenningi um meinta vopnaáætlun Íraka.

Líkt og Blair þá hefur George Bush einnig orðið fyrir gagnrýni heima fyrir og hafa þingmenn úr Demókrataflokknum gengið hvað harðast fram og farið fram á sannanir. Bandaríska leyniþjónustan, CIA, hefur hafið rannsókn á því hvort njósnaskýrslum hafi verið breytt til að láta líta svo út að hættan af hugsanlegum gereyðingarvopnum Íraka væri meiri en hún í raun var. Bandaríkjaþing hyggst rannsaka forsendur þær sem lágu leyniþjónustuskýrslum til grundvallar um meinta gereyðingarvopnaeign Íraka. Þingmenn hafa sagt að trúverðugleiki Bandaríkjamanna á alþjóðavettvangi sé í húfi. Hið sama má segja um traust bandarísku þjóðarinnar til leiðtoga sinna.

Dóri með hlutina á hreinu
Í síðustu viku sagði Halldór Ásgrímsson að umræða síðustu daga um að bandarísk og bresk stjórnvöld hafi hugsanlega breytt skýrslum hafi ekki breyt skoðun hans varðandi innrásina í Írak. Aðspurður af því hvort að Bandaríkjamenn og Bretar þurfi ekki að finna gereyðingarvopnin sem voru réttlæting fyrir innrásinni í landið sagði Halldór: ,,Innrásin var ekki bara réttlætt með því. Hún var réttlætt með ýmsum öðrum ástæðum.”

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand