Neikvæð mismunun

Að mínu mati felst sú kynjamismunun sem enn er eftir í viðhorfum og hugarfari þjóðarinnar, ýmist ómeðvitað eða ekki. Launamismunurinn held ég t.d. að felist að einhverju leyti í hugleysi kvenna sjálfra og segi ég þetta sem KONA sem hef oft upplifað þetta hugleysi hjá sjálfri mér þrátt fyrir að vera sennilega með þeim hugaðri þegar á heildina er litið. Lokamarkmið jafnréttisbaráttunnar er að fólk af báðum kynjum og í öllum stöðum líti á það sem sjálfsagt mál að kynin standi jafnt, meðvitað sem ómeðvitað. Svo er það ekki í dag. Í þessari umfjöllun á ég helst við stöðu kynjanna á vinnumarkaði því það er einkum þar sem ójafnrétti fyrirfinnst enn. Ég er jafnaðarmaður. Þó það hafi sennilega ekki farið fram hjá mörgum þá vildi ég bara ítreka það áður en ég lýsi yfir eftirfarandi skoðun minni.

Það er þetta með þessa svokölluðu jákvæðu mismunun. Jákvæð mismunun á auðvitað stundum rétt á sér. Það flokkast t.d. undir hugtakið mismunun að fatlaðir skuli fá meiri aðstoð en heilbrigt fólk. Þeim er mismunað á grundvelli fötlunar sinnar, á jákvæðan hátt. Þeim er mismunað til að gera þeim kleift að standa jafnar gagnvart heilbrigðu fólki. Það er nú þetta sem jöfnuður gengur út á.

Varðandi jöfnun á stöðu kynjanna í nútímasamfélagi er ég hinsvegar ekki hlynnt þessari svokölluðu „jákvæðu“ mismunun. Í þeim efnum er mismununin einfaldlega ekki jákvæð. Til að útskýra þessa andstöðu mína ætla ég að taka frekar gróft dæmi frá Bandaríkjunum.

Dæmi frá Bandaríkjunum
Í sumum háskólum í Bandaríkjunum eru hafðir svokallaðir kynþáttakvótar. Þeir virka þannig að ákveðinn fjöldi plássa við skólann er m.a. helgaður fólki af afrískum uppruna, svörtum. Þessir kvótar voru teknir upp m.a. í þeim tilgangi að ýta undir jöfnun á fjölda nemenda af hverjum kynþætti í samræmi við hlutföll íbúa á tilteknu svæði. Megintilgangurinn var að minnka kynþáttafordóma á svæðinu. Kannanir sem gerðar voru nokkrum árum eftir að þessu kerfi var komið á sýndu að viðhorf fólks til svartra hafði versnað með tilkomu kerfisins. Í einni könnun var fólk m.a. spurt hvort það teldi svart fólk sérstaklega latt eða heimskt miðað við fólk að öðrum uppruna. Í helming spurningalista var bætt inn spurningu sem leiddi hugann að kynþáttakvótum og jákvæðri mismunun á undan spurningum um getu svartra í samanburði við hvíta. Í svörum þeirra sem þá spurningu fengu var viðhorf gagnvart svörtum áberandi verra. Þar með var tilgangur þessarar svokölluðu jákvæðu mismunun út um þúfur, mismununin hafði haft áhrif þvert á það sem ætlað var með setningu kvótanna.

Þó þetta sé ekki fullkomlega sambærilegt við kynjakvótana sem settir hafa verið sumstaðar á Íslandi þá gefur þetta skýra mynd af mögulegum neikvæðum áhrifum „jákvæðrar“ mismununar.

Lokamarkmið jafnréttisbaráttunnar er að fólk af báðum kynjum og í öllum stöðum líti á það sem sjálfsagt mál að kynin standi jafnt – meðvitað sem ómeðvitað
Að mínu mati felst sú kynjamismunun sem enn er eftir í viðhorfum og hugarfari þjóðarinnar, ýmist ómeðvitað eða ekki. Launamismunurinn held ég t.d. að felist að einhverju leyti í hugleysi kvenna sjálfra og segi ég þetta sem KONA sem hef oft upplifað þetta hugleysi hjá sjálfri mér þrátt fyrir að vera sennilega með þeim hugaðri þegar á heildina er litið. Lokamarkmið jafnréttisbaráttunnar er að fólk af báðum kynjum og í öllum stöðum líti á það sem sjálfsagt mál að kynin standi jafnt, meðvitað sem ómeðvitað. Svo er það ekki í dag. Í þessari umfjöllun á ég helst við stöðu kynjanna á vinnumarkaði því það er einkum þar sem ójafnrétti fyrirfinnst enn.

Hugarfar breytist með umræðu og tíma!
Hugarfari verður ekki breytt með laga- og reglusetningum einum saman. Því verður fyrst og fremst breytt með áróðri, umræðu og TÍMA. Þvert á móti held ég svo að reglusetningar á borð við kynjakvóta geti hreinlega skaðað baráttuna og hægt á hugarfarsþróuninni með því að láta í veðri vaka að ekki sé hreinlega SJÁLFSAGT að kynin standi jafnt, sbr. hugmyndina um lokamarkmiðið sem ég nefndi að ofan. Þann ótrúlega árangur sem náðst hefur á undanförnum árum má að mínu mati þakka baráttu þeirra sem hafa helst reynt að hafa áhrif á viðhorf fólks.

Hin ýmsu störf eiga almennt betur við karlmenn en konur – og öfugt
Ofan á þetta vil ég bæta þeirri skoðun minni að kynin eigi að vera jöfn en á meðal jafningja. Konur og karlar eru ólík að mörgu leyti, einkum líkamlega, en einnig andlega á marga vegu. Af því leiðir að hin ýmsu störf eiga almennt betur við karlmenn en konur, og öfugt. Þess vegna tel ég lítið hlutfall kvenna í verkfræðideild Háskóla Íslands og lítið hlutfall karla í félagsvísindadeild ekki vera vandamál út af fyrir sig. Konur eru almennt ekki endilega lélegri í stærðfræði en karlar, en þær hafa e.t.v. almennt meiri áhuga á félagsvísindum en raungreinum. Það á svo að geta verið í góðu lagi. Ef við einfaldlega kennum börnum okkar að þau séu fær um að gera allt sem þau ætla sér þá verður engin þörf á aðgerðum í samanburði við styrki til raungreinanáms sem aðeins eru ætlaðir stelpum. Það er mismunun, og ekki er hún jákvæð. Það er NEIKVÆÐ mismunun.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand