Barbabrella!

Ríkisstjórnin stólar nú enn og aftur á dapurt minni okkar Íslendinga og heldur að við munum ekki eftir fjölmiðlafrumvarps afmyndinni eftir 3 ár. Þegar kemur til kosninga 2007 verður áreiðanlega kappkostað við að drekkja þessu máli í kosningaloforðaflóði. Davíð verður stokkinn úr stjórnarstól á sökkvandi skútu Sjálfstæðisflokksins. Þegar allt fer svo á annan endan hjá sjálfstæðismönnum, þegar kjósendur fella ríkisstjórnina eftir stjórnarafhroð þessa kjörtímabils, hallar Davíð sér aftur í stól sínum á hliðarlínunni og hugsar að svona stýrði hann aldrei flokksfleyinu í strand, hann bjargaði að minnsta kosti alltaf sjálfum sér á rekaldi gegn straumnum þó hinir hafi mátt drukkna. Ja, hvar á maður eiginlega að byrja í umræðu um þessa vitleysu sem kallast pólitík í dag? Þetta fjölmiðlafrumvarp Davíðs og Dóra er eins og lýsi og hafragrautur á borði þjóðarinnar. Það skal niður og því kyngt með góðu eða illu. Við almenningurinn höfum ekkert um það að segja. Þetta er eins og að kúg-full skeið með sangum graut, draga hana út úr nösinni á íslensku þjóðinni og kalla grautinn flugvél og ætlast til að nú verði þjóðin svo ánægð í einskærum einfeldningshætti sínum að við gleypum við öll sem eitt þessa vitleysu sem að okkur er rétt fyrst búið er að töfra þetta svona fram.

Þvílík vanvirða af þeirra hálfu að reyna að koma sér undan dómi kjósenda
Þetta er snúið mál sem við sem samfélag stöndum frammi fyrir. Ríkisstjórnarflokkarnir sem mikið hafa talað um þetta umboð til að gera það sem þeir vilja, sem þeir segjast hafa fengið frá þjóðinni í síðustu kosningum, treysta nú ekki þessum sömu kjósendum til að dæma þetta fjölmiðlafrumvarp sem þeir eru nú að rétta okkur endurtekið. Hvað segir það um þessa umboðsmenn ,,okkar” á Alþingi. Þvílík vanvirða af þeirra hálfu að reyna að koma sér undan dómi kjósenda. Nú hótar Geir H. Haarde forseta vorum að nú skuli hann sko samþykkja þessi lög því annars sé hann kominn út fyrir sitt svið… og þá hljóti hann verra af, vantar bara upp á hans orð. Sé Sjálfstæðisflokkurinn ekki tilbúinn í eina kosningu um þessi lög þá er langt því frá að þeir vilji fara í tvennar kosningar sem blasa myndu við beitti forseti neitunarvaldi sínu öðru sinni.

Abraka-Dabbi?
Já, það er magnað hvað meðlimir ríkisstjórnarflokkanna eru nú stoltir af þessu snilldarbragði Abraka-Dabba. Þarna snéri hann á bæði á þjóð og forseta og getur ekki annað en þrýst þessu í gegn. Snilld eins og svikamylla, Davíð skælbrosandi hann getur ekki annað en unnið, því í hans huga getur hann varla tapað ef hann flýr af hólmi og tekur ekki þátt. Sem sagt engin kosning ekkert tap, Barbabrella!

Skipið strandar en bjargar sjálfum sér á rekaldi
Ríkisstjórnin stólar nú enn og aftur á dapurt minni okkar Íslendinga og heldur að við munum ekki eftir fjölmiðlafrumvarps afmyndinni eftir 3 ár. Þegar kemur til kosninga 2007 verður áreiðanlega kappkostað við að drekkja þessu máli í kosningaloforðaflóði. Davíð verður stokkinn úr stjórnarstól á sökkvandi skútu Sjálfstæðisflokksins. Þegar allt fer svo á annan endan hjá sjálfstæðismönnum, þegar kjósendur fella ríkisstjórnina eftir stjórnarafhroð þessa kjörtímabils, hallar Davíð sér aftur í stól sínum á hliðarlínunni og hugsar að svona stýrði hann aldrei flokksfleyinu í strand, hann bjargaði að minnsta kosti alltaf sjálfum sér á rekaldi gegn straumnum þó hinir hafi mátt drukkna.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand