Fótboltaflokkurinn

Maður horfir varla á fótboltaleik án þess að velta því fyrir sér í hvaða flokkum hver fótboltamaður yrði og hvernig fótboltinn endurspeglar stjórnmála ,,leikinn“. Einnig kemst maður ekki hjá því að hugsa hvaða stöður hver stjórnmálamaður mundi spila ef þeir stilltu upp í lið. Lið sjálfstæðismanna eins og ég sé það fyrir mér stillir upp 4-3-3 sem fyrir þá sem ekki horfa á fótbolta þýðir að það eru, auk markvarðar, fjórir varnarmenn, þrír miðjumenn og þrír sóknarmenn. Í markið set ég Halldór Blöndal, trekk í trekk hefur hann brotið, í skjóli stöðu sinnar, á sóknarmönnum stjórnarandstöðunnar. Varnarmenn hafa það hlutverk að tækkla niður hvern þann sem atlögu gerir að marki sjálfstæðismanna, það er forgangsatriði að vernda markið sama hvernig farið er að því. Í þessar stöður set ég Hannes Hólmstein, Jón Steinar,Geir H sem að mínu mati er einn færasti varnarmaðurinn, hann er lúmskur og er ekki mikið í sviðsljósinu, en hann er einkar vinnusamur varnarmaður og heldur vörninni saman. Fótbolta kássa
Þá er komið að því. Úrslitaleikur Evrópumótsins í fótbolta mun fara fram í dag. Fyrir marga hefur lífið síðustu vikur snúist um fótbolta, fótbolta og aftur fótbolta. Það er allt saman gott og blessað, í raun alveg frábært ef maður getur sökkt sér ofaní svona keppni og lifað sig svo mikið inn í hana að þér finnist þú vera á staðnum. Þessi lýsing hefur átt við mig á síðustu stórmótum, lífið hefur verið fótbolti og ekkert annað. Nú er hinsvegar annað upp á teningnum, þökk eða í raun skömm sé hroka Davíðs og gunguhátt Halldórs hefur skapast hér stjórnmálaástand sem jafnvel harðir fótboltafíklar eins og ég getum ekki útilokað. Það sem hinsvegar gerðist er að í stað þess að geta einbeitt sér að fótboltanum sem vissulega á það skilið eða að geta einbeitt sér að stjórnmálunum sem einnig eiga það skilið þá blandast þetta saman og verður að einni kássu. Maður horfir varla á fótboltaleik án þess að velta því fyrir sér í hvaða flokkum hver fótboltamaður yrði og hvernig fótboltinn endurspeglar stjórnmála ,,leikinn“. Einnig kemst maður ekki hjá því að hugsa hvaða stöður hver stjórnmálamaður mundi spila ef þeir stilltu upp í lið.

Uppstillingin
Lið sjálfstæðismanna eins og ég sé það fyrir mér stillir upp 4-3-3 sem fyrir þá sem ekki horfa á fótbolta þýðir að það eru, auk markvarðar, fjórir varnarmenn, þrír miðjumenn og þrír sóknarmenn. Í markið set ég Halldór Blöndal, trekk í trekk hefur hann brotið, í skjóli stöðu sinnar, á sóknarmönnum stjórnarandstöðunnar. Varnarmenn hafa það hlutverk að tækkla niður hvern þann sem atlögu gerir að marki sjálfstæðismanna, það er forgangsatriði að vernda markið sama hvernig farið er að því. Í þessar stöður set ég Hannes Hólmstein, Jón Steinar,Geir H sem að mínu mati er einn færasti varnarmaðurinn, hann er lúmskur og er ekki mikið í sviðsljósinu, en hann er einkar vinnusamur varnarmaður og heldur vörninni saman. Síðasti varnarmaðurinn er síðan Sigurður Kári, hann byrjaði sem ungur sóknarmaður en hefur á undarlega stuttum tíma færst aftar á völlinn og alveg hættur að hugsa um sóknina eða leikstílinn, það er einfaldlega allt fyrir liðið eins og góðum varnarmanni sæmir.

Á miðjunni höfum við varnarsinnað miðjumann, fyrirliða liðsins, Davíð Oddsson. Hann stjórnar spilinu á miðjunni, á margar fyrirgjafir en hann er óhræddur við að hjálpa til í vörninni og á hann heiðurinn að ófáum tæklingum. Hann hefur fengið ótrúlega mörg gul spjöld en lætur sér aldrei segjast og heldur áfram að spila sinn grófa leik. Á hægri kantinum er Björn Bjarna hann er ótrúlega sókndjarfur og ótrúlega langt til hægri, því miður fyrir liðið er hann einstaklega lélegur í að gefa fyrirgjafir þannig að flestar hans sóknir missa marks og eru aðhlátursefni andstæðinganna. Á vinstri kantinum er síðan Sturla Böðvarsson ekki það að hann sé vinstri kantmaður heldur ákvað Davíð fyrir mörgum árum að Sturla mætti vera ,,memm” og því var hann látinn í einu stöðuna sem enginn vildi fá. Hann er á allan hátt lélegur leikmaður og enginn, hvorki andstæðingar ná eigin liðsmenn, skilur hvað hann er að gera inn á.

Í sókninni höfum við þá Bjarna Ben, Guðlaug Þór og Birgi Ármanns sem allir eru ungir og efnilegir sóknarmenn þeir hafa reyndar ekki enn skorað mörk en vaskleg framganga þeirra hefur samt sem áður vakið athygli og Davíð talar svo mikið um þá að verðmæti þeirra á félagaskiptamarkaðnum hefur rokið langt umfram raunvirði. Þetta lið er gríðarlega sterkt og fyrir hvern leik talið líklegast til sigurs en við munum hvernig fór fyrir Frökkum, Ítölum, Þjóðverjum, Englendingum og Tékkum. Það er ekki nóg að vera sigurstranglegastur.

Tæklingar hægrimanna
Ekkert lið kemst af án sóknarmanna en það sem er mikilvægast af öllu og þá sérstaklega fyrir íhaldsflokk eins og sjálfstæðisflokkinn eru varnarmennirnir. Varnarmenn Sjálfstæðisflokksins eru þrautþjálfaðir hundar sem hafa lært öll ,,dirty tricks” sem til eru í bókinni. Þeir brjóta á öllum þeim er nálægt þeim koma, oft á tíðum grimmdarlega og algjörlega andstætt öllum reglum. Reynsla þeirra hefur hinsvegar kennt þeim hvernig fela skuli brot sín. Þessar grimmu tæklingar þeirra eru þó ekkert sér íslenskt fyrirbæri heldur virðist þetta viðtekin venja hægri flokkanna, hvort sem það eru Repúblikanar í Bandaríkjunum, Sjálfstæðismenn á Íslandi eða PDR í Dóminíska lýðveldinu. Þessar hörðu tæklingar þeirra skila í raun þreföldum árangri. Skammtíma árangurinn er sá að þeir koma boltanum frá markinu, til lengri tíma verða sóknarmenn andstæðinganna hræddir við að hlaupa fram af ótta við þessar tæklingar og það síðan leiðir til þess að áhorfendur telja þá ómarkvissa og ekki þess virði að horfa á. Þetta sjáum við jú dæmi um nánast daglega á Íslandi, veldu hvaða grein eftir Jón Steinar, Hannes Hólmstein, ummæli Sigurðar Kára eða Geirs og sannaðu til í þeim leynist þessi venjubundna tveggja-fóta-tækling. Frá Bandaríkjunum er nýjasta dæmið Michael Moore hann komst óséður upp kantinn og áhorfendurnir elskuðu hann, þó kom að því að varnarmenn Repúblikana tóku eftir honum og eftir ótrúlega margar tilraunir tókst þeim að tækla hann niður, nú gera þeir lítið annað en að tækla hann og áhorfendur sem áður elskuðu hann eru farnir að trúa því að hann sé lélegur leikmaður, alltaf liggjandi í grasinu. Ég vill biðja landsmenn alla að láta ekki blekkjast, látum þá ekki komast upp með þessar ólöglegu tæklingar, beinum sökinni að ljótum og leiðinlegum leik að þeim sem eru að drepa hann niður. Við liðsmenn stjórnarandstöðunnar vill ég segja að þið verðið að vera óhræddir við að sækja, óhræddir við tæklingarnar, áhorfendur munu átta sig á brotunum og ekki líður að löngu að dómarinn gefi sjálfstæðismönnum einum af öðrum rauða spjaldið.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið