Nauðsynlegar skipulagsbreytingar

,,Fyrsta skrefið okkar til að gera þróunaraðstoð okkar skilvirkari væri best að koma henni fyrir á einni hendi, og láta þannig tvíhliða og marghliða þróunaraðstoð vinna saman“. Segir Sölmundur Karl Pálsson í grein dagsins

Útgjöld til þróunaraðstoðar er alltaf að aukast, og málefni hennar alltaf að stækka innan utanríkisráðuneytis Íslands. Þrátt fyrir alla útgjaldaaukningu sem hefur orðið á þessum málaflokki innan ráðuneytisins, hafa þarfar skipulags breytingar setið á hakanum undanfarin ár.
En eins og staðan er í dag í skipulagsmálum um þennan málaflokk á Íslandi virðist eins og Íslendingar vilji einungis vera bara með, og sýna að við séum að taka þátt í þessu líka. En á Íslandi er marghliða og tvíhliða þróunaraðstoð ekki á sama stað, og telst varla á sömu hendi. En það sem Íslensk stjórnvöld, eða réttara sagt ráðherrar hafa ekki tekið eftir er að þessir tveir hlutir eiga að vinna saman, en er ekki sitt hvorn hluturinn eins og undanfarnir ráðherrar hafa haldið fram.

Utanríkisráðherra verður að vera þróunarmálaráðherra

Eitt af vandamálum Íslendinga í skipulagi þróunaraðstoðar er að tvíhliða þróunaraðstoð er ekki undir utanríkisráðuneytinu að fullu, og ráðherra er ekki einu sinni með óskorðað vald gagnvart þróunarsamvinnustofnun Íslands (ÞSSÍ) þar sem Alþingi kýs meirihluta í stjórn ÞSSÍ. Þetta er mjög skrítin staða hér á landi að utanríkisráðherra sé einungis með vald yfir mest allri marghliða aðstoð en ekki tvíhliða aðstoð. Ef við skoðum hvernig málum er háttað í Danmörku, þá er bæði tvíhliða og marghliða þróunaraðstoð þeirra undir sama hatti, enda hafa danir áttað sig á að þessir tveir hlutir verða að vinna saman. Þannig hafa þeir náð að auka skilvirkni þróunaraðstoðar sinnar til muna.
Það er því nærtækast og í raun nauðsynlegt að utanríkisráðherra Íslands geri þarfar skipulags breytingar á þessum málaflokki sem fyrst. Ráðherra verður að taka ÞSSÍ inn í ráðuneytið, þannig að hann hafi fullt vald yfir tvíhliða þróunarsamvinnu Íslendinga. Best væri auðvitað að færa ÞSSÍ að fullu inn í ráðuneytið, og stofna sér deild innan í ráðuneytisins sem sér bæði um tvíhliða og marghliða þróunaraðstoð Íslendinga.

Skipulag verður að komast á hreint

Íslendingar verða að taka þróunaraðstoð sína alvarlega, enda er mikill vandi fyrir höndum í þróunarríkjum heims. Við Íslendingar getum lagt mikið á vogaskálar í báráttunni við fátækt, alnæmi, spillingu og fleira sem hrjáir þróunarríkin. Það er ekki hversu mikinn pening við setjum í málaflokkinn, heldur hvernig við vinnum úr því fjármagni sem við setjum í málaflokkinn. Það er ekkert endilega betra að dæla endalausu fjármagni í þróunarmál, heldur eru það gæðin á aðstoðinni sem gildir. Fyrsta skrefið okkar til að gera þróunaraðstoð okkar skilvirkari væri best að koma henni fyrir á einni hendi, og láta þannig tvíhliða og marghliða þróunaraðstoð vinna saman. Undirritaður hvetur því Utanríkisráðherra að gera þessar þörfu breytingar á skipulagsmálum. Einnig hvetur undirritaður Utanríkisráðherra sem og Alþingi að kynna sér hvernig þróunin hefur verið á þróunaraðstoð þeirra ríkja sem við berum okkur saman við. Sem og að vera meira í takt við umræðuna í alþjóðasamfélaginu í þessum málaflokki. Fyrst og fremst verðum við að taka til í skipulagsmálum þróunaraðstoðar okkar, og auka þannig gæði þeirra aðstoðar, áður en við tölum um að gefa 0,7% af þjóðartekjum til þróunaraðstoðar. Rétt eins og Þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna segir til um. Við verðum því fyrst að hafa í huga að magnið skiptir ekki endilega máli heldur gæðin.

Greinin birtist í Morgunblaðinu í dag, 7. janúar 2008

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand