Mér er ekki skemmt

Stundum finnst mér Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, fyndinn kall. Sérstaklega þegar hann er að mæra íslensku pylsuna og paprikuna. Ég hef líka gaman af því þegar gert er grín að Guðna í Áramótaskaupinu. Síðan hef ég voðalega gaman af því að tala eins og Guðni, sérstaklega þegar ég er við skál. Það er reyndar orðið dáldið þreytt núna, ég skal viðurkenna það! Stundum finnst mér Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, fyndinn kall. Sérstaklega þegar hann er að mæra íslensku pylsuna og paprikuna. Ég hef líka gaman af því þegar gert er grín að Guðna í Áramótaskaupinu. Síðan hef ég voðalega gaman af því að tala eins og Guðni, sérstaklega þegar ég er við skál. Það er reyndar orðið dáldið þreytt núna, ég skal viðurkenna það!

Ég skal samt segja ykkur hvað er ekki fyndið, það eru vinnubrögð landbúnaðarráðherra í þinginu. Ár eftir ár er landbúnaðarnefnd verkefnalaus lungan úr vetrinum því landbúnaðarráðuneytið situr á frumvörpunum sínum fram á sumar. Þegar nokkrar vikur eru eftir af þinghaldinu hrúgast upp málin frá Guðna og landbúnaðarnefnd fer yfirum og tekur óupplýstar ákvarðanir. Nefndin hefur ekki tíma til að fá umsagnir fagaðila og leyfa málunum að gerjast í þingflokkunum og meðal þjóðarinnar.

Á þessum tíma í fyrra kom Guðni kallinn fram með nýjan búvörusamning fram til ársins 2012. Díllinn hljómaði upp á tæpa 30 milljarða íslenskra króna og er bundinn við vísitölu neysluverðs -sem þýðir á mannamáli að samningurinn á eftir að kosta okkur skattborgara miklu miklu miklu meiri pening.

Nánst eina umræðan sem fór fram um búvörusamningin í fyrra var hversu seint hann kæmi fram og þau vinnubröð sem landbúnaðaráðherra viðhefur -sama og ég er að tuða yfir núna. Næsta tækifæri til að tuða yfir búvörusamning verður rétt fyrir fertugsafmælið mitt!

Ég veit ekki hvað þjóðinni finnist um að kúabændur fái nærri sama fjármagn af fjárlögum og fjársveltur háskólinn? Það er skoðun mín og okkar í Ungum jafnaðarmönnum að jafn ,,dýrar” ákvarðanir eigi alltaf að fá umræðu meðal okkar, skattborgara. Ég nefndi Háskóla Íslands hér áðan, umræðan um hann hefur t.a.m. fengið mikla umfjöllum í fjölmiðlum og meðal almennings. Flestir hafa skoðun á háskólanum, hvort hann sé fjársveltur eða hvort taka eigi upp skólagjöld o.s.frv. Það sem mestu máli skiptir hér að umræðan eigi sér stað og við séum upplýst um allar veigamiklar ákvarðanir um skattfé okkar.

Nú stefnir allt í sama farið. Landbúnaðarráðherra dælir inn málum sem fá sérstaka flýtimeðferð. Er það hugsanlega vegna þess að málin eru svo vond að þau þola enga umræðu? Ekki ætla ég að fullyrða um það en ég veit að Háskólinn þarf u.þ.b. einn búvörusamning á ári (3-4 milljarða) í viðbótarfjárlög til að standa undir nafni sem helsta miðstöð rannsókna og mennta í þjóðfélaginu.

Mjólk er góð, skál!

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand