Mótmælt í Mosfellsbæ

Sjálfstæðisflokkurinn beitti í meira lagi ólýðræðislegum aðferðum í aðdraganda þessara kosninga. Þessu gátu ungliðar hinna stjórnmálaflokkanna ekki setið undir og sáu sig knúna til þess að mótmæla. Varaformaður Ungra jafnaðarmanna í Mosfellsbæ, Helga. D. Sigurðardóttir skrifaði um mótmælin.

Í Mosfellsbæ hefur verið venjan að bjóða bæjarbúum upp á sameiginlegan framboðsfund þar sem þeim gefst færi á að spyrja fulltrúa allra framboðslista í sveitarstjórnarkosningum þeirra spurninga sem þeir vilja svör við. Fyrir síðustu kosningar breyttist fundurinn í Sirkus Sjálfstæðisflokksins. Fundarstjóri var flokksbundinn sjálfstæðismaður og aðrir flokksbundnir sjálfstæðismenn fjölmenntu með undirbúnar spurningar sem fulltrúum annarra framboða gafst ekki færi á að svara.

Í ár vonuðust Samfylkingin, Vinstri grænir og Framsóknarflokkurinn til þess að fundarsköp og fyrirkomulag yrði með lýðræðislegri hætti en allar tillögur um slíkt voru umsvifalaust felldar.

Sjálfstæðismenn kröfðust þess að formaður Sjálfstæðisfélags Mosfellinga yrði fundarstjóri og að allt að helmingi spurninga frá fundargestum yrði beint til Sjálfstæðisflokksins.

Sjálfstæðismenn höfðu auglýst fundinn í nafni allra framboðslistanna. Eftir að hin framboðin sáu sér ekki annað fært en að hætta við þátttöku ákváðu þeir að halda fund, eftir sem áður, á sama stað og sama tíma.

Ungliðar flokkanna sem ekki gátu samþykkt þau ólýðræðislegu skilyrði sem Sjálfstæðisflokkurinn setti varðandi fundinn mættu fyrir utan Hlégarð með skilti sem á stóðu nokkrar af þeim einkar áhugaverðu ályktunum Ungra Sjálfstæðismanna frá því í vetur. Nokkur dæmi:

„Opinber rekstur leikskóla er tímaskekkja“.

„SUS hafnar hugmyndum um gjaldfrjálsan leikskóla“.

„Reglur sem kveða á um að refsivert sé að birta klám eða dreifa því er tímaskekkja“.

„Samband ungra sjálfstæðismanna hafnar öllum kreddum um baráttu kynjanna“.

„Ungir sjálfstæðismenn telja vert að skoða háskólastúdentar greiði sjálfir fyrir nám sitt að öllu eða verulegu leyti“.

(Sjá meira á: http://www.sus.is/media/utgafa/alyktanir.pdf)

Rétt er að taka fram að uppákoman var skipulögð með stuttum fyrirvara. Fulltrúar Framsóknarflokksins sáu sér ekki fært að mæta, en óskuðu okkur hinum góðs gengis.

Það sem kom okkur mest á óvart var að þeir fáu sjálfstæðismenn sem mættu til fundarins sáu ekkert athugavert við fullyrðingarnar. Þvert á móti heyrðust mjög jákvæðar athugasemdir um hina ,, glöggu ungu sjálfstæðismenn” (orðrétt) – bæði frá yngra og eldra fólki.

Við erum slegin, en ekki undrandi á að hafa fengið okkar versta grun staðfestan. Um leið erum við nokkuð stolt af fyrstu „mótmælunum“ í Mosfellsbæ í háa herrans tíð (ef ekki bara í sögunni?).

Helga D. Sigurðardóttir

Varaformaður Ungra jafnaðarmanna í Mosfellsbæ.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið