Mótmælastöður á Austurvelli

Þessa dagana standa andstæðingar stríðsins í Írak fyrir stöðugum mótmælum gegn því á Austurvelli. ,,Stöðug mótmæli” þýðir að þeir sem vilja leggja sitt af mörkum taka einfaldlega frá einhvern hluta af frítíma sínum – hádegishlé, pásur, lausar morgunstundir – og eyða honum standandi á Austurvelli í mótmælaskyni. Restin er að eigin vali; hvort þú mætir með skilti, æpir slagorð gegn stríðinu eða jah….kastar eggjum í þingmenn (tek það fram að ég er ekki að mæla opinberlega með þeirri aðferð). Þessa dagana standa andstæðingar stríðsins í Írak fyrir stöðugum mótmælum gegn því á Austurvelli. ,,Stöðug mótmæli” þýðir að þeir sem vilja leggja sitt af mörkum taka einfaldlega frá einhvern hluta af frítíma sínum – hádegishlé, pásur, lausar morgunstundir – og eyða honum standandi á Austurvelli í mótmælaskyni. Restin er að eigin vali; hvort þú mætir með skilti, æpir slagorð gegn stríðinu eða jah….kastar eggjum í þingmenn (tek það fram að ég er ekki að mæla opinberlega með þeirri aðferð).

Fyrir tveimur dögum ræddi ég stuttlega við einn af forsprökkum þessarar mótmælastöðu. Það var á honum að heyra að fólk væri almennt í skýjunum með þetta framtak. Sumir komu til hans og hrósuðu honum fyrir þrjóskuna að standa þarna í kuldanum, aðrir komu með kakó af nærliggjandi kaffihúsum til að það dytti ekki af honum höfuðið í frostinu. Á þennan hátt sýndi fólk samstöðu sína: ,,Þú ert að þessu fyrir okkur.” Hann var nefnilega að þessu fyrir okkur. Yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga hefur allan tímann verið á móti þessu stríði, hvað þá á móti þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að styðja það í okkar nafni. Ég veit ekki með ykkur, en mér finnst óverjandi að taka þá ákvörðun fyrir þjóð sína að hún styðji blóðugt stríð, dráp og mannréttindabrot sem hún hefur aldrei samþykkt.

Þó að ríkisstjórnin hafi ekki enn hnikað stuðningi sínum við stríðið þá þýðir það ekki að hún muni aldrei gera það. Þó að við höfum tekið þátt í einum mótmælum gegn stríðinu þá þýðir það ekki að við séum stikkfrí. Það er ekki endilega fjöldinn sem skiptir máli heldur stöðugt áreiti. Sýnum samstöðu, mætum á Austurvöll.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið