Hinn týndi brotaflokkur, heimilisofbeldi

Í dag hefst 16 daga átak gegn kynbundu ofbeldi fjölmargra félagasamtaka. Átakið mun standa til 10. desember og markmið er að sýna fram að margar hliðar kynbundins ofbeldis. Ég er löngu orðinn sannfærður um að Íslendingar þurfa að setja úrræði gegn kynbundnu ofbeldi í mikinn forgang hér á landi. Eftir að jafnaðarmenn á Spáni tóku við völdum þar voru leiðir gegn heimilisofbeldi sett í öndvegi. Við þurfum að gera það einnig. Ég hef nýverið lagt fram þingsályktun á Alþingi um að setja lagaákvæði um heimilisofbeldi. En þrátt fyrir að heimilisofbeldi sé eitt algengasta mannréttindabrot í heiminum er hvergi minnst á heimilisofbeldi í íslenskri löggjöf og það er hvergi skilgreint. Það má því segja að heimilisofbeldi séu týndur brotaflokkur í kerfinu. Nú er dæmt eftir mjög mörgum ólíkum lagaákvæðum fyrir heimilisofbeldi sem þó eru ekki fullnægjandi að því varðar heimilisofbeldi. Í dag hefst 16 daga átak gegn kynbundu ofbeldi fjölmargra félagasamtaka. Átakið mun standa til 10. desember og markmið er að sýna fram að margar hliðar kynbundins ofbeldis.

Ég er löngu orðinn sannfærður um að Íslendingar þurfa að setja úrræði gegn kynbundnu ofbeldi í mikinn forgang hér á landi. Eftir að jafnaðarmenn á Spáni tóku við völdum þar voru leiðir gegn heimilisofbeldi sett í öndvegi. Við þurfum að gera það einnig.

Lagaákvæði um heimilisofbeldi vantar
Ég hef nýverið lagt fram þingsályktun á Alþingi um að setja lagaákvæði um heimilisofbeldi. En þrátt fyrir að heimilisofbeldi sé eitt algengasta mannréttindabrot í heiminum er hvergi minnst á heimilisofbeldi í íslenskri löggjöf og það er hvergi skilgreint. Það má því segja að heimilisofbeldi séu týndur brotaflokkur í kerfinu. Nú er dæmt eftir mjög mörgum ólíkum lagaákvæðum fyrir heimilisofbeldi sem þó eru ekki fullnægjandi að því varðar heimilisofbeldi.

Í heimilisofbeldismálum er helst dæmt eftir ákvæðunum hegningarlaga um líkamsárásir sem leggja áherslu á líkamlega áverka og aðferðina við brotið. Áhöld eru því um hvort að þessi ákvæði ein og sér taki nægilega á heimilisofbeldi. Heimilisofbeldi getur verið af ýmsu tagi, þ.e andlegt, líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi sem oft nær yfir langan tíma, er jafnvel án sýnilegra áverka og gerist innan veggja heimilisins. Þetta markar að nokkru leyti sérstöðu þessara brota.

Bætum réttarkerfið
Í dómaframkvæmd fer refsing vegna líkamsmeiðinga einnig fyrst og fremst eftir þeirri aðferð sem beitt er og þeim áverkum sem þolandi hlýtur. Hins vegar getur verið um að ræða mjög alvarlegt heimilisofbeldi án mikilla líkamlegra afleiðinga og án hættulegra aðferða og þá getur legið talsvert lægri refsing fyrir heimilisofbeldi samkvæmt núgildandi lagaákvæðum.

Við þurfum að skilgreina heimilisofbeldi í hegningarlögum þannig að þau nái yfir slík brot með heildstæðum og fullnægjandi hætti. Þannig verður íslenskt réttarkerfi betur í stakk búið að taka á þessum brotum.

Hægt er nálgast málið í heild sinni hér.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið