Moðsuða til framtíðar

Nú er lokið flokksþingi Framsóknarflokksins. Fyrirfram var ekki búist við neinum stórtíðindum frá þeim ranni. Flokkurinn situr sem fastast við kjötkatlana og það virðist duga til að slá á öll deilumál á þeim bænum. Oft sýnist manni að málefni og stefnumörkun sé aukaatriði í þessu þreytta stefnulausa flokki. Það er flestum hulið fyrir hvað Framsóknarflokkurinn stendur í stjórnmálum á Íslandi en þó er ljóst að forystumenn flokksins eru sammála um að vera við völd sé það sem skipti máli. Með þvi að vera við völd í skjóli Sjálfstæðsflokksins eigi þeir aðgang að kökunni fyrir sig og sína. Slíkt er auðvitað afar mikilvægt og örugglega mikilvægara en stefna og hugsjónir. Þannig er Framsóknarflokkurinn og hefur alltaf verið. Þess vegna er hann hægt og bítandi að hverfa úr flóru stjórnmálanna. Nú er lokið flokksþingi Framsóknarflokksins. Fyrirfram var ekki búist við neinum stórtíðindum frá þeim ranni. Flokkurinn situr sem fastast við kjötkatlana og það virðist duga til að slá á öll deilumál á þeim bænum. Oft sýnist manni að málefni og stefnumörkun sé aukaatriði í þessu þreytta stefnulausa flokki. Það er flestum hulið fyrir hvað Framsóknarflokkurinn stendur í stjórnmálum á Íslandi en þó er ljóst að forystumenn flokksins eru sammála um að vera við völd sé það sem skipti máli. Með þvi að vera við völd í skjóli Sjálfstæðsflokksins eigi þeir aðgang að kökunni fyrir sig og sína. Slíkt er auðvitað afar mikilvægt og örugglega mikilvægara en stefna og hugsjónir. Þannig er Framsóknarflokkurinn og hefur alltaf verið. Þess vegna er hann hægt og bítandi að hverfa úr flóru stjórnmálanna.

Það mál sem vakti mesta athygli fjölmiðla og þeirra sem áhuga hafa á pólitík var tillaga um Evrópumál. Tilagan var róttæk og stefnumarkandi og lýsti skilningi á framtíð Íslands. Lagt var til að Evrópumálum yrði komið í ákveðinn farveg og það ferli mundi enda með aðildarumsókn. Athyglisvert þegar Framsóknarflokkurinn átti í hlut. Ef til vill átti þarna að stimpla flokkinn inn í stjórnmálin að nýju og þarna væri mál sem gæti frískað upp hrukkótt lífsleitt yfirbragð bændaflokksins. Það var eins og við manninn mælt á flokksþinginu. Upp spruttu afturhaldsöflin í öllu sínu veldi með Guðna varaformann í broddi fylkingar. Niðurstaðan var svo í anda þess Framsóknarflokks sem landsmenn þekkja svo vel. Fortíðarhyggja, moðsuða, stefnuleysi, hugleysi.

Niðurstaða þessarar róttæku tillögu varð svo að ef til vill, hugsanlega, kannski einhvertímann, eða kannski bara alls ekki ætti að stefna að ESB aðild. Það er því ljóst að Framsóknarflokkurinn kom engum á óvart, hann er enn gamli, þreytti, hrukkótti undirlæguklúbbur Sjálfstæðisflokksins. Það var eiginlega léttir að Framsóknarflokkurinn breyttist ekki. Hann er og verður safngripur á borði stjórnmálanna á Íslandi.

Jón Ingi Cesarsson, formaður Samfylkingarfélagsins á Akureyri
greinin birtist í gær á vefsíðu Samfylkingarinnar á Akureyri.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand