Er nauðgun glæpur?

Já, stórt er spurt og þá er oft fátt um svör, fregnir af úrskurðum dómstóla þessa lands í kynferðisafbrotamálum á undanförnum mánuðum hafa vakið verðskuldaða athygli. Það virðist gerast reglulega að dómstólarnir nái að gera landsmenn furða lostna yfir dómum sínum í þeim málum. Já, stórt er spurt og þá er oft fátt um svör, fregnir af úrskurðum dómstóla þessa lands í kynferðisafbrotamálum á undanförnum mánuðum hafa vakið verðskuldaða athygli. Það virðist gerast reglulega að dómstólarnir nái að gera landsmenn furða lostna yfir dómum sínum í þeim málum.

Það hefur verið merkileg upplifun að fylgjast með dómum yfir kynferðisafbrotamönnum á liðnum misserum og mánuðum, það hlýtur að vera krafa þjóðfélagsins að dómarar þessa lands séu vakandi fyrir alvarleika kynferðisafbrota fyrir þolendur þess og aðstandendur þeirra. Það að dæma menn í nokkurra mánaða fangelsi, og oftast er hluti dómsins skilorðsbundinn, fyrir að misþyrma konu með því að neyða hana til samræmis er dæmi um að dómstólar þessa lands þurfa að taka sig til rækilegrar endurskoðunar og fara að átta sig á því að lagaramminn er langt því í frá að vera sprunginn. Fólk sem verður fyrir svona lífsreynslu hlýtur að eiga heimtingu á því að mennirnir sem brjóta svona af sér séu dæmdir til viðeigandi refsingar, en ekki sleppt út eftir að hafa játað svo þeir geti haldið áfram uppteknum hætti.

Hvað er viðeigandi refsing?
Það er merkilegt að hugsa til þess að refsiramminn fyrir nauðgun er 16 ár í hegningarlögum en dómstólar virðast ekki átta sig á þeirri staðreynd heldur lifa í þeirri sannfæringu að mest sé hægt að dæma menn í 3 ár en viðeigandi sé að dæma menn töluvert vægar. Það er kannski kominn tími til að dómstólar verði látnir svara rækilega hví tekið er svona vægt á kynferðisbrotum. Í fíkniefnabrotum er lagaramminn þaninn til hins ítrasta og er þegar búið að sprengja 12 ára lagarammann fyrir þess konar afbrot, stuttu eftir að hafa verið sett í 12 ár úr 10 árum. Maður verður víst að túlka þessa dóma sem svo að þolendur kynferðisafbrota séu ekki nægjanlega mikilvæg til að dæmt sé af sömu festu í þeim málum.

Krafa þjóðfélagsins
Það er sjálfsögð krafa íslensk þjóðfélags að dómstólar túlki skýra réttlætiskennd þjóðarinnar. Siðferðisvitund íslensku þjóðarinnar er afdráttarlaus, hún vill að tekið sé af hörku á kynferðisbrotum og aðilar sem fremji þess háttar afbrot séu látnir gjalda þess. Það að fremja nauðgun er meiriháttar glæpur. Verknaðurinn verður þess valdandi að þolandinn er sviptur öryggi, frelsi og jafnvel löngun til þess að lifa. Það er kominn tími til að dómstólar átti sig á þeirri staðreynd, þó sumir dómaranna yrðu hissa, að það er engu minni glæpur að nauðga manneskju heldur en að stunda fjárdrátt.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand