Enga samgöngumiðstöð í Vatnsmýrina!

En hverjum má kenna um misfarir Reykvíkinga í skipulagsmálum? Sumir vilja meina að það sé alfarið sök Reykjavíkurlistans. Verður þó enn og aftur að minna á að borg er ekki hægt að gerbreyta á þeim 10 árum sem liðið hefur af valdatíð R-listans, og má jafnvel segja sem svo að R-listanum hafi blessunarlega tekist að koma ýmsum úthverfaævintýrum Sjálfstæðismanna fyrir kattarnef. Í þessu samhengi má nefna hið margfræga Geldinganes sem margir ættu að minnast sem helsta kosningamáls Sjálfstæðismanna í síðustu borgarstjórnarkosningum. Skipulagsmál Reykjavíkurborgar eru til háborinnar skammar. Hananú, ég sagði það og ég segi það aftur, til háborinnar skammar! Gatnakerfið er nú búið að vera klippt og skorið í töluverðan tíma og morgunumferðin er það sem gerir Reykjavík að borg óttans. Dropinn sem nú hefur fyllt mælinn er fyrirhuguð bygging samgöngumiðstöðvar í Vatnsmýrinni þar sem flugvöllurinn er nú staðsettur. Og nú er kominn tími til að setja fótinn niður og heimta að yfirvöld sýni örlitla skynsemi í skipulagsmálum því þar þarf að taka til.

Það er ekki endilega sök R-listans
En hverjum má kenna um misfarir Reykvíkinga í skipulagsmálum? Sumir vilja meina að það sé alfarið sök Reykjavíkurlistans. Verður þó enn og aftur að minna á að borg er ekki hægt að gerbreyta á þeim 10 árum sem liðið hefur af valdatíð R-listans, og má jafnvel segja sem svo að R-listanum hafi blessunarlega tekist að koma ýmsum úthverfaævintýrum Sjálfstæðismanna fyrir kattarnef. En Sjálfstæðismenn voru farnir að einbeita sér alfarið að holtum og hæðum löngu áður en R-listinn tók við, og í raun eru þeir enn að hamra á mikilvægi úthverfauppbyggingar. Í þessu samhengi má nefna hið margfræga Geldinganes sem margir ættu að minnast sem helsta kosningamáls Sjálfstæðismanna í síðustu borgarstjórnarkosningum.

Úthverfi og einkabílar
Á meðan kvarta Sjálfstæðismenn í minnihluta yfir vanrækslu miðborgarinnar – eða hvað? Nei, það gera þeir í rauninni ekki. Stefna Sjálfstæðismanna er skýr í þessum efnum eins og sjá má á vefsetri þeirra Betriborg.is. Áherslan er lögð á uppbyggingu úthverfanna, Kjalarnessins, Norðlingaholts auk Gunnu- og Gufuness. Guð má vita hvar Gunnunes er. Þetta eru svæði sem vissulega mætti líta á sem framtíðarbyggingarlönd en gleymum því ekki að inni í miðri borg er fjöldinn allur af óbyggðum eða illa skipulögðum svæðisblettum sem nýta má mun betur. Vatnsmýrin er hér prýðilegt dæmi. Einkabílisminn lifir góðu lífi á meðal Sjálfstæðismanna og úthverfastefna þeirra er hlægilega forneskjuleg. Það er eins og uppbygging á miðborginni snúist í þeirra augum alfarið um bílastæði og stöðumælagjöld! Fjölskylduvæn borg er hefur ekki að geyma flugvöll í næsta nágrenni og er enn síður uppfull af einkabílum. Sú þróun að fækka bílum í miðborginni hefur verið að ryðja sér til rúms í allri Evrópu og Reykvíkingar mættu vel taka sér það til fyrirmyndar.

Draumaland
Það er eins og allir gleymi um stund að Vatnsmýrin er steinsnar frá Háskólasvæðinu; margir líta á hana sem hluta þess. Og ekki að undra, því það er draumur margra í húsnæðisleit að búa á svo prýðilega staðsettu svæði, t.a.m. háskólanema. Í stað flugvallar í Vatnsmýrinni væri hægt að byggja glæsilega, þétta íbúabyggð með skólafólk og aðra í huga. Verslanir, leikskóli og kannski bara grunnskólinn Vatnsmýrarskóli. Jafnvel væri hægt að reisa þar ótal byggingar í þágu Háskólans, eða þá jafnvel hina langþráðu tónleikahöll! Í staðinn er hér eitthvað flugvallargímald sem landsbyggðarþingmenn keppast við að vernda. Og ættu borgarbúar að þurfa að líða sífellda röskun og sjónmengun, vegna þess lítill minnihlutahópur þarf að fljúga norður í land einu sinni í viku?

Peningaplokkandi Samgöngumiðstöð
Nú er þó fokið í öll skjól, og var það nú nógu svart. Hugmyndir liggja fyrir um að endurskipuleggja Vatnsmýrina, en ekki þó breytingin á betri veg. Þar á að rísa heljarinnar samgöngumiðstöð. Hvort sem þú þarft að ná rútu til Sandgerðis, fokkervél til Ísafjarðar eða þá leigubíl á Gunnunes þá yrði allt til alls í Vatnsmýrinni. Allir fallegir draumar um fjarlægingu flugvallarins og uppbygingar miðborgar eru næstum fyrir bí. Og það sem verra er, ríkið þyrfti að borga með henni um 500 milljónir króna á ári hverju. Maður getur ekki annað en fórnað höndum og vonað að meirihluti borgarstjórnar sýni loksins hvað í honum býr!

Flugvöllinn í úthverfi!
Á meðan gífurlega mikið landsvæði er til staðar í úthverfum borgarinnar er við fyrstu sýn ekki óvitlaust að íhuga flutning flugreksturs í úthverfin. Og þá kvarta menn eflaust yfir löngum vegalengdum. Fyrst Sjálfstæðismenn vilja búa á þessum annesjum, afhverju er þá ekki hægt að ná vél til Ísafjarðar frá Gunnunesi? Eða ef þingmenn kjósa að rækta tengsl við kjördæmi sín með því að kíkja í sunnudagskaffi í hverri viku austur á land, af hverju geta þeir ekki skutlast á einkabílnum í úthverfi og náð vélinni þar?

Fjarlæging flugvallar úr Vatnsmýrinni gengur ekki gegn hagsmunum samgangna landsbyggðar og borgar. Það liggur ljóst fyrir að eigi íbúðabyggð að þrífast í Vatnsmýri gengur ekki að hafa þar flugvöll, slíkt skýrir sig sjálft. Flugvöllurinn er æxli í hjarta borgarinnar – kveðjum hann sem fyrst!

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið