Misskilið málfrelsi

Það er algengur misskilningur að Íslendingar njóti málfrelsis. Sá misskilningur byggist á því að einhver, einhvern tíma, hafi beitt sér fyrir því að tryggja á óvéfengjanlegan hátt rétt borgarans til að tjá hug sinn, hver svosem hann sé. Það er hinsvegar ekki tilfellið. Málfrelsisgrein stjórnarskrár Íslendinga er þannig upp sett að hún beinlínis og bókstaflega stangast á við öll grundvallareinkenni málfrelsis. 73. grein stjórnarskrár Lýðveldisins Íslands er svohljóðandi.
• Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar.
• Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða.
• Tjáningarfrelsi má aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum.

Það er algengur misskilningur að Íslendingar njóti málfrelsis. Sá misskilningur byggist á því að einhver, einhvern tíma, hafi beitt sér fyrir því að tryggja á óvéfengjanlegan hátt rétt borgarans til að tjá hug sinn, hver svosem hann sé. Það er hinsvegar ekki tilfellið. Málfrelsisgrein stjórnarskrár Íslendinga er þannig upp sett að hún beinlínis og bókstaflega stangast á við öll grundvallareinkenni málfrelsis.

Málfrelsi því sem stjórnarskránni er ætlað að tryggja má ýta til hliðar ef það sem mælt er storkar allsherjarreglu, öryggi ríkisins, heilsu nokkurs manns, siðgæði nokkurs manns, réttindum nokkurs annars manns eða mannorði.

En málfrelsi felur ekki aðeins í sér réttinn til að mega segja það sem engum er illa við. Þvert á móti er málfrelsi einmitt rétturinn til að segja það sem öðrum gæti verið illa við að öllu leyti; frá siðferðislegu, trúarlegu og menningarlegu sjónarmiði. Sá réttur er viðurkenndur sem undirstaða lýðræðis af nokkru tagi. Ef lýðurinn hefur ekki aðgang að öllum mögulegum sjónarmiðum, sama hversu heimskuleg þau eru, fær hann aldrei tækifæri til þess að aðlaga sig nýjum tímum, hvað þá að stjórna landi.

Hugsunin á bakvið takmarkanir á málfrelsi á Íslandi eru þær að til séu hugmyndir sem almenningi er ekki treystandi til að sjá í gegnum. Vandamálið er það að ef almenningur kemst síður í fáránlegt efni en ella, mun hann að sjálfsögðu aldrei læra að aðskilja þvætting frá visku. Sú hugmynd, ennfremur, að fulltrúar þjóðarinnar hafi meira vit á því hvað er „of mikið“ fyrir þjóðina heldur en hver lesandi sjálfur, er hreinlega fáránleg frá öllum stjórnmálaviðhorfum fyrir utan hin fasísku.

Málfrelsi er ekki bara frelsið til að segja það sem gerir þjóðfélagið betra og siðmenntaðara. Það er ekki frelsið til að segja allt nema það sem Hitler sagði eða nema það sem Larry Flynt birti. Málfrelsið er frelsið til að tjá hug sinn, algerlega burtséð frá því hvaða áhrif það hefur á siðgæði, allsherjarreglu og svo framvegis. Þegar við tölum um málfrelsi, skulum við hafa það alveg á hreinu að málfrelsi er frelsið til að segja jafnvel það sem storkar helgasta siðgæði manna, allsherjarreglu, mannorði manna, móðgar út fyrir öll velsæmismörk og lætur áheyrandanum líða illa marga daga á eftir. Sá sem er ekki hlynntur frelsinu til að gera nákvæmlega það, er einfaldlega ekki hlynntur málfrelsi, heldur sömu tegund af tjáningarrétti og hvort tveggja Stalin og Göbbels hefðu vel getað sætt sig við.

Sem betur fer hafa Íslendingar verið tiltölulega lausir við tálmanir á tjáningarfrelsi í gegnum tíðina, a.m.k. samanborið við margar aðrar heimsþjóðir. Málfrelsið sem íslenska þjóðin nýtur er kannski vegna þess að hún hefur svo vel innrætta stjórnmálamenn, eða vegna þess að það þarf ekki að svipta okkur því til að við högum okkur vel, en eitt er á hreinu, að það er ekki vegna þess að stjórnarskráin tryggir okkur það. Þvert á móti sviptir hún okkur því.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand