Mannanafnanefnd hefur mikið verið í umræðunni undanfarið, og oftar en ekki hneykslast fólk á því hvaða nöfn sleppa í gegn og hvað nöfn fara ekki í gegn. Ég ætla ekki að fara í það að gagnrýna störf nefndarinnar sértaklega, það gefur upp ranga mynd og gefur í skyn að eitthvað við störf nefndarinnar sé eðlilegt. Ég er einfaldlega á móti tilvist nefndarinnar í heild sinni. Á fjögurra ára fresti skipar dómsmálaráðherra þrjá aðila í Mannanafnanefnd. Dómsmálaráðherra skipar nefndina eftir ráðleggingum heimspekideildar Háskóla Íslands, lagadeildar og Íslenskrar málnefndar. Nefndinni er ætlað að samþykkja eða hafna hugsanlegum nöfnum sem foreldrar óska eftir að skíra börnin sín. Fátt er að mínu viti eins persónulegt og jafnmikið einkamál og það að ákveða nafn á börnin sín, á bakvið viljann til að skipta sér af þessari persónulegu ákvörðun foreldra liggja aðrar kenndir en hagsmunir almennings. Árið 1994 spurði Gallup almenning hvort eðlilegt væri að ríkið hefði afskipti af nafngiftum fólks, innan við 20% fólks var þá sammála lögunum. Ég leyfi mér að fullyrða að nú 11 árum síðar ríki ekki meiri sátt um lögin.
Mannanafnanefnd hefur mikið verið í umræðunni undanfarið, og oftar en ekki hneykslast fólk á því hvaða nöfn sleppa í gegn og hvað nöfn fara ekki í gegn. Ég ætla ekki að fara í það að gagnrýna störf nefndarinnar sértaklega, það gefur upp ranga mynd og gefur í skyn að eitthvað við störf nefndarinnar sé eðlilegt. Ég er einfaldlega á móti tilvist nefndarinnar í heild sinni.
Riddarar frelsisins tala mikið um friðhelgi einkalífsins, og margir nota það sem afsökun fyrir aðgerðarleysi gegn heimilisofbeldi til dæmis. Hvernig stendur þá á að menn telja afskipti af nafngift einstaklinga að einhverju leyti eðlileg? Ákvörðun foreldra á nafni barnsins á sér í flestum tilvikum stað innan veggja heimilis. Ég tel það ekki góð rök fyrir tilvist nefndarinnar að hugsa þurfi um hagsmuni barnsins og verja það t.d. fyrir einelti. Það er löngu kominn tími til að við hættum að færa ábyrgð eineltis á fórnarlambið. Sá sem verður fyrir einelti ber ekki á því nokkra ábyrgð. Það kemur því engu við hvort barnið heitir Jón eða Pepsi, ábyrgð eineltis liggur hjá gerendum en ekki fórnarlambinu.
Ef raunveruleg ástæða væri hagsmunagæsla barnsins, þá höfum við Barnaverndarnefnd sem gæti gripið inn, en einstaka öfgadæmi réttlæta ekki svo grófa misnotkun á valdi sem mannanafnanefnd er. Vilji stjórnvalda til afskipta af hlutum sem þeim kemur ekkert við hættir aldrei að koma mér á óvart.
Ég leyfi mér lika að trúa að þrátt fyrir einstaka sérvitring getum við verið nokkuð örugg um að barnið Pepsi sé ekki á leiðinni. En ef svo er, þá verð ég einfaldlega að sætta mig við það, vegna þess að mér kemur það ekki við, og ekki heldur mannanafnanefnd.
Ég skora því á þingmenn og -konur allra flokka að fella úr öll ákvæði um Mannanafnanefnd í lögum um mannanöfn nr. 45/1996.