Misrétti post mortem

Stjórnmálastarf er mikilvægt. Karlar og konur sem sinna stjórnmálum vinnaþjóðþrifaverk. Starfsævi stjórnmálamanna er hins vegar oft nokkuð stutt, þannig að þegar fólk hættir störfum er það yfirleitt enn í fullu fjöri. Sem betur fer nýtast starfskraftar stjórnmálamanna áfram eftir lok hins beina stjórnmálaferils. Stjórnmálastarf er mikilvægt. Karlar og konur sem sinna stjórnmálum vinna
þjóðþrifaverk. Starfsævi stjórnmálamanna er hins vegar oft nokkuð stutt, þannig að þegar fólk hættir störfum er það yfirleitt enn í fullu fjöri. Sem betur fer nýtast starfskraftar stjórnmálamanna áfram eftir lok hins beina stjórnmálaferils.

Fyrirferðarmiklir í opinberu lífi
Það er í sjálfu sér ánægjulegt að búa í samfélagi þar sem sú starfsreynsla sem hlýst af stjórnmálastörfum nýtist áfram eftir að stjórnmálamenn láta af störfum. Þeir eru ófáir fyrrverandi alþingismennirnir sem hafa með miklum ágætum sinnt störfum sendiherra, bankastjóra og framkvæmdastjóra svo dæmi séu tekin. Hins vegar vekur það nokkra undrun, sérstaklega miðað við alla umræðu um jafnrétti kynjanna í stjórnmálaþátttöku, hversu fáar slíkar stjórnunarstöður eru skipaðar konum. Þetta leiðir hugann að spurningum um hvað verði um konurnar í stjórnmálum. Það er kannski of djúpt í árina tekið að segja að þær virðist svo gott sem hverfa af yfirborði jarðar eftir að stjórnmálaferli lýkur, en þær eru altént ekki fyrirferðarmiklar í opinberu lífi, – ekki eins frekar til fjörsins þar og karlarnir.

Pæling
Pæling: Er starfsreynsla kvenna ekki jafn mikils metin og reynsla karla? Er ofangreint hvarf kvenna af leiksviði hins opinbera lífs merki um hversu skammt á veg jafnréttisbaráttan er í raun og veru komin? Jafnréttistalið og jafnræðisáhersla allra flokka fyrir síðustu kosingar virkar ósköp innihaldslaust í ljósi þessa og manni er um síðir spurn: Nær misrétti kynjanna út fyrir gröf og dauða?

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand