Fjölmiðlar og nafnbirtingar

Fjölmiðlar birtu nafn og myndir af meintum afbrotamönnum í máli tengdu Landssímanum og Skjá einum sama dag og þeir voru færðir í gæsluvarðhald. Nafn grunaðs barnaníðings hefur ekki verið birt, en búseta, aldur og starfsferil hans hefur verið rakin í fjölmiðlum. Fréttastofa Stöðvar 2 birti nafn og myndir af varnarliðsmanninum sem situr í gæsluvarðhaldi þessa stundina vegna gruns um tilraun til manndráps. Málin eru ólík en einhverja hluta vegna birta fjölmiðlar stundum nöfn meintra glæpamanna og stundum ekki. Talsvert hefur verið rætt um nafn- og myndbirtingar fjölmiðla á meintum sakamönnum seinustu vikur og mánuði – hvenær það er rétt að birta nöfn og hvenær ekki. Einnig er það spurning hvort að það sé einhvern tímann við hæfi að birta nöfn meintra gerenda.

Nýleg sakamál
Fjölmiðlar birtu nafn og myndir af meintum afbrotamönnum í máli tengdu Landssímanum og Skjá einum sama dag og þeir voru færðir í gæsluvarðhald. Nafn grunaðs barnaníðings hefur ekki verið birt, en búseta, aldur og starfsferil hans hefur verið rakin í fjölmiðlum. Fréttastofa Stöðvar 2 birti nafn og myndir af varnarliðsmanninum sem situr í gæsluvarðhaldi þessa stundina vegna gruns um tilraun til manndráps. Málin eru ólík en einhverja hluta vegna birta fjölmiðlar stundum nöfn meintra glæpamanna og stundum ekki.

250 milljónir
Hversu vegna birtu fjölmiðlar nöfn þeirra sem tengjast Landssímamálinu? Er það vegna stærðar og umfangs málsins – vegna peningana? Eða var það út af því að um þjóðþekktar persónur var að ræða sem höfðu hingað til verið ófeimnar við athygli fjölmiðla? Var kannski aðalfréttin sú að þessir tilteknu einstaklingar tengdust málinu? Hefði ekki mátt sleppa því að nafngreina þá? Hefði það hvort eð er ekki spurst fljótlega út hverjir ættu hlut að máli og sætu í gæsluvarðhaldi?

Fyrir hvern?
Nafnbirtingar grunaðra í fjölmiðlum hafa vitaskuld áhrif á foreldra, systkini og maka þeirra. Líka brotaþola og fjölskyldur þeirra. Þjónar það þeim einhverjum tilgangi að hinir grunuðu skuli vera nafngreindir og myndir af þeim birtar. Eru þetta gert til að almenningur geti varast þessa einstaklinga í framtíðinni og er um leið hægt að kalla þetta fyrirbyggjandi aðgerð? Ég get reyndar ekki séð að það skipti mig miklu máli hvort að ég viti hvað varnarliðsmaðurinn heitir og hvernig hann lítur út.

Ýtt undir múgæsing?
Skiptir máli hvernig og hvaða glæp er verið að ræða þegar nöfn meintra sakamanna eru gerð opinber? Getur nafn- og myndbirting ýtt undir múgæsing? Er verið að vernda meintan barnaníðing með því að nafngreina hann ekki? Er þetta gert til að vernda öruggi hans?

Í Bretlandi eru nöfn dæmdra barnaníðinga birt almenningi til varnaðar. Oftar en ekki eru þessir einstaklingar hundeltir af almenningi og þeir geta varla nokkurn tíma sér um frjálst höfuð strokið. Nafnbirtingin ýtir þannig undir múgæsing. Gott dæmi um það eru piltarnir tveir sem drápu James litla Bulger árið 1993. Robert Thompson og Jon Venables voru tíu ára þegar þeir rændu James í verslunarmiðstöð í Bootle í Merseyside og drápu hann stuttu síðar. Vegna öryggis þeirra hafa þeir fengið ný nöfn, en hávær krafa er um að nöfn þeirra verði gerð opinber.

Meintur v.s. dæmdur
Ég er ekki að segja að það eigi ekki að birta nöfn dæmdra afbrotamanna, en það er ekki það sama þegar um meinta gerendur er að ræða. Við búum í réttarríki þar sem allir eru saklausir uns sekt er sönnuð, en í fyrirsögnum fjölmiðla vill það stundum gleymast. Það má heldur ekki líta fram hjá því að þeir sem brjóta af sér skilja ekki einungis fórnarlömb sín eftir í sárum. Aðstandendur og vinir ganga líka í gegnum erfiða daga, sem ótímabær fjölmiðlaumfjöllun hjálpar ekki til við að laga.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand