Háttvirtur utanríkisráðherra – eða hvað?

Nú hefur Davíð staðfest grunsemdir þjóðarinnar og tilkynnt fyrirætlanir sínar um að taka við utanríkisráðuneytinu. Mörgum er það léttir og öðrum er brugðið, því vitaskuld hefði áhugaverð stjórnarkreppa orðið til hefði Davíð ákveðið að draga sig í hlé og einbeita sér að margumtöluðum ritferli. Allt fór fyrir ekki og minningabækurnar fá að bíða, a.m.k. í nokkur ár í viðbót. Nú hefur Davíð staðfest grunsemdir þjóðarinnar og tilkynnt fyrirætlanir sínar um að taka við utanríkis- ráðuneytinu. Mörgum er það léttir og öðrum er brugðið, því vitaskuld hefði áhugaverð stjórnarkreppa orðið til hefði Davíð ákveðið að draga sig í hlé og einbeita sér að margumtöluðum ritferli. Allt fór fyrir ekki og minningabækurnar fá að bíða, a.m.k. í nokkur ár í viðbót.

Evrópumálum fargað í draslskúffuna
Davíð var farin að hyggja að ævikvöldinu þegar hið víðfræga eftirlaunafrumvarp var samþykkt í sl. haust. Þótti mörgum mikið um og var talið nær gulltryggt að með þessu væri hann að senda óbein skilaboð til þjóðarinnar; hann hygðist yfirgefa ríkisstjórnina á næstu misserum og um leið gulltryggja sjálfum sér fjárhagslegt öryggi. Það er vitanlega skiljanlegt, enda vegur ritlistarinnar þyrnum stráður. Þegar hann síðar veiktist skyndilega taldi ríkisandstaðan sig eiga von á góðu enda litlar líkur á að hann myndi snúa aftur í ríkisstjórn.

En allt kom fyrir ekki. Davíð ætlar víst í utanríkisráðuneytið og vitaskuld eru það hörmungartíðindi fyrir okkur friðelskandi Evrópusinna. Það er hinsvegar óvíst hvort Davíð hlakki sérlega mikið til að takast á við þessi nýju verkefni. Eflaust telur hann það þó vera skyldu sína enda liggur megnið af stolti okkar og hag innan verkahrings utanríkisráðuneytis. Vissulega var Halldór Ásgrímsson kominn á tæpasta vað með æ framhleypnari vangaveltum um kosti Evrópusambandsins, þó vissulega hafi hann staðið sem klettur í samskiptum sínum við Bandaríkin. Davíð treystir hinsvegar engum nema sjálfum sér í hlutverk utanríkisráðherra.

En hvernig ætlar hann að fara að?
En er Davíð nógu dannaður til að takast á við þetta veigamikla hlutverk sem krefst auðmýktar og stolts? Þegar Norrænir jafnaðarmenn sögðust vilja veita Íslendingum stuðning, hefði þjóðin áhuga á að ganga í sambandið, flokkar forsætisráðherra það sem valdhroka af þeirra hálfu. Kumpánlegar myndir af Davíð og Göran Persson, forsætisráðherra Svía, birtast í blöðum og Davíð lætur heldur óviðeigandi ummæli falla í hans garð. Sagðist Davíð að Persson hefði aldrei vogað sér að nefna Evrópusambandið á nafn, enda hefði Persson sjálfur vitað að hann (Davíð) myndi henda honum út!

Aftur á móti gildir annað um sjávarútvegsráðherra Breta, en hann lýsti því yfir í Morgunblaðinu fyrir skömmu að Íslendingar ættu lítið erindi í ESB. Ekki þótti neinum athugavert við þau ummæli, og því síður að þau ættu eitthvað skylt við valdhroka.

Okkur vantar víðsýnan utanríkisráðherra, ekki bandarískan!
Annar atburður sem okkur er ferskur í minni er eflaust fundur Davíðs við George W. Bush, Bandaríkjaforseta. Sá fundur var skoplegur í meira lagi enda um að ræða hálfgeran skrípaleik af hálfu beggja aðila. Bush hefur undanfarið „verðlaunað“ þjóðhöfðingja hinna staðföstu þjóða með stuttum einkafundi þar sem skeggrætt er um skyldur beggja þjóða; m.ö.o. skyldur staðföstu þjóðanna gegn Bandaríkjunum. Þegar Davíð bjóst við málefnalegum fundi um orrustuflugvélar á Keflavíkurflugvelli, sat hann á víggirtri skrifstofu Bandaríkjaforseta þar sem honum var þakkað fyrir ómældan stuðning og vilja, eflaust honum til ómældrar gleði. Lítið eitt var rætt um flugvélarnar, en aðeins þegar Bush var búinn að koma Davíð í skilning um mikilvægi þess að Ísland ætti að leggja meiri fjármuni í stríðsreksturinn.

Ég býst við að Davíð hafi brugðið við þessi ummæli, enda ekki um neina smápeninga að ræða. Eflaust eru þetta hærri fjármunir en við myndum leggja til Evrópusambandsins. Þær fjárhæðir yrðu sennilega ekki nýttar til að limlesta Araba. Svo er eitt hvort Davíð hafi í raun skilið margt af því sem fór fram á fundinum. Misskiljið ekki, Davíð er án efa greindari og skýrari maður en George W. Bush. Um það geta allir fullyrt því Davíð skortir alls ekki vitsmuni eða almenna þekkingu á heimsmálum eins og kollegi hans, langt því frá. Hinsvegar er tungumálakunnátta hans ekki svo ríkuleg að honum gefist vel að skilja allt það sem fram fer á fundum sem þessum. Og ég lái honum það ekki, enda óljóst hvort forsetinn sjálfur sé alltaf með á nótunum.

Uh… my good friend here …
Það var í meira lagi fyndið þegar fundi þeirra var lokið og þeir sátu fyrir svörum fjölmiðla. Er Davíð var spurður um gang mála og hvort einhver niðurstaða hafi náðst um veru hersins hér á landi var svar hans eitthvað á þessa leið: „… It was never told to have an agreement…. we had a very good meeting“. Maður vissi þó ekki hvort maður ætti að gráta eða hlæja þegar Bush vísaði til Davíðs og kallaði hann í sífellu „… my good friend here…“ enda deginum ljósara að hann mundi ekki/vissi ekki hvað viðmælandi hans hét.

Tungumálakunnáttan ekki til fyrirmyndar – en það er í lagi
Það er aftur á móti mikilvægt fyrir utanríkisráðherra að vera vel að sér í erlendri mállýsku á borð við ensku, ekki síst þegar hann vill styrkja samskipti Íslands við Bandaríkin eins og hann hyggst gera í sinni ráðherratíð. Því vil ég nota tækifærið og biðja hann um að notfæra sér túlkaþjónustu í opinberum heimsóknum sínum erlendis. Af því er engin skömm, enda skiptir það máli fyrir hag þjóðarinnar að báðir aðilar séu vel með á nótunum, þó umræðuefni fundarins sé e.t.v. ekki upp á marga fiska. Þegar Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra með meiru, hélt í opinbera heimsókn til Kína var þar túlkur með í för sem túlkaði yfir á ensku fyrir hann. Þetta finnst mér heiðarlega gert af Guðna, enda viðurkenndi hann veikleika sína. Það er kannski erfiðara fyrir Davíð, en innanríkismál verða ekki í hans verkahring líkt og áður. Utanríkismálin verða hans ær og kýr, og ef þau vega svo þungt í huga hans þá verður hann að sýna auðmýkt, stolt og sannleika. Á leikvelli stórveldanna er engin miskunn sýnd, og þá er um að gera að láta ekki smávægilega kvilla eins og valdhroka, taugaveiklun eða litla enskukunnáttu slá sig út af laginu. Það er þó hægt að ráða bót á því síðastnefnda. Hitt kemur kannski síðar, eður ei.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand