Miðborgin blómstrar I

Um daginn fór ég að skoða sýningu Aflvaka um uppbyggingaráform í miðborginni. Áður en ég gekk inn í Bankastræti 5 var ég þess fullviss að miðborgin ætti bjarta framtíð fyrir höndum en eftir að ég kom út hafði ég styrkst í þeirri trú minni. Möguleikarnir og tækifærin eru nær endalaus. Um daginn fór ég að skoða sýningu Aflvaka um uppbyggingaráform í miðborginni. Áður en ég gekk inn í Bankastræti 5 var ég þess fullviss að miðborgin ætti bjarta framtíð fyrir höndum en eftir að ég kom út hafði ég styrkst í þeirri trú minni. Möguleikarnir og tækifærin eru nær endalaus.

Það gerist í Reykjavík…
Meðal þeirra hugmynda sem hafa vaknað er að stækka Sundhöllina, byggja á Slippasvæðinu, reisa íbúðir- og verslanir þar sem áður voru Stjörnubíó og Austurbæjarbíó og byggja atvinnuhúsnæði fyrir 2 þúsund manns á Höfðatorgi. Fjölmörg ný hús eiga að rísa við Laugaveginn, til dæmis á 22a, 35 og 40. Hugmyndir eru um að byggja veitingaskála í Hljómskálagarðinum, stækka Hótel Borg og gera nýja göngugötu milli Austurstrætis og Skólabrúar. Þá er áformað að opna tónlistar- og ráðstefnumiðstöð við Austurhöfnina árið 2008. Áfram á að endurnýja göturnar í miðborginni; til dæmis á að ljúka við að fegra Skólavörðustíginn og grafa upp Suðurgötu milli Vonarstrætis og Skothúsvegar. Hugmyndir eru um að reisa bílastæðahús á nokkrum stöðum í miðborginni; endanleg ákvörðun um staðsetningu hefur ekki verið tekin, fyrir utan að ljóst er orðið að neðanjarðarbifreiðakjallari verður á Stjörnubíósreitnum. Og þá má geta þess að framkvæmdir eru þegar hafnar við byggingu glæsilegs hótels á horni Aðalstrætis og Túngötu og við gerð 250 nýrra íbúða í Skuggahverfinu.

Miðborgin tekur stakkaskiptum
Þær hugmyndir og framkvæmdir sem hér hafa verið raktar eru aðeins dæmi um hvað er á döfinni – margt fleira mun gerast í hjarta Reykjavíkur á næstu árum. Það er því ljóst að miðborgin mun taka stakkaskiptum í náinni framtíð og var enda kominn tími til að mál kæmust þar á hreyfingu.

Fleiri greinar boðaðar…
Á næstu vikum mun ég fjalla um margvíslegar hugmyndir hér á Pólitíkinni sem ég hef um framtíð miðborgar Reykjavíkur. En áhugasamir lesendur verða að bíða um stund eftir að fá meira að heyra því að þetta er nóg að sinni.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand