Eitt sinn verða allir menn að deyja

Öll erum við mannleg, og eitt af því sem fylgir því að vera mannlegur er sú staðreynd að við eldumst. Við fæðumst, komumst til vits og ára, skjótum rótum í þjóðfélaginu og sinnum okkar borgaralegu skyldum. Í staðinn fyrir þessar skyldur okkar teljum við sjálfsagt og æskilegt að fá vissa þjónustu þegar að við þurfum á henni að halda. Þessi þjónusta er að mestum parti tengd heilbrigði hvers og eins, og á að vera tryggð öllum. Þegar líður á seinni hluta æviskeiðs einstaklinga eru aðstæður breytilegar. Margir lifa sína ástvini og sitja uppi einir þegar fer að örla á ósjálfstæði ellinnar, aðrir þurfa að bera björg í bú langt fram eftir aldri meðan enn aðrir lifa góðu lífi á sínum lífeyri. Öll erum við breytileg, en hljótum að geta sæst á það að í þjóðfélagi sem okkar er nauðsynlegt að tryggja að allir fái heilbrigðisþjónustu, óháð efnahag og stöðu. Öll erum við mannleg, og eitt af því sem fylgir því að vera mannlegur er sú staðreynd að við eldumst. Við fæðumst, komumst til vits og ára, skjótum rótum í þjóðfélaginu og sinnum okkar borgaralegu skyldum. Í staðinn fyrir þessar skyldur okkar teljum við sjálfsagt og æskilegt að fá vissa þjónustu þegar að við þurfum á henni að halda. Þessi þjónusta er að mestum parti tengd heilbrigði hvers og eins, og á að vera tryggð öllum. Þegar líður á seinni hluta æviskeiðs einstaklinga eru aðstæður breytilegar. Margir lifa sína ástvini og sitja uppi einir þegar fer að örla á ósjálfstæði ellinnar, aðrir þurfa að bera björg í bú langt fram eftir aldri meðan enn aðrir lifa góðu lífi á sínum lífeyri. Öll erum við breytileg, en hljótum að geta sæst á það að í þjóðfélagi sem okkar er nauðsynlegt að tryggja að allir fái heilbrigðisþjónustu, óháð efnahag og stöðu.

Skammarleg dæmisaga um hið íslenska velferðarkerfi
Ég er að vinna samfara námi hjá OLÍS við að afgreiða eldsneyti. Með mér eru að vinna nokkrir eldri menn, menn sem gætu verið farnir á eftirlaun, en sjá sér það ekki fært af ýmsum ástæðum. Einn af þessum mönnum, köllum hann bara Óla, hefur þjáðst af augnkvilla nú í rúmt eitt og hálft ár. Allan þennan tíma hefur hann verið að bíða eftir að komast í aðgerð, en því lengur sem hann bíður, því lengra virðist alltaf vera í aðgerðina. Samkvæmt því sem hann segir mér tekur þessi aðgerð rétt rúmar 30 mínútur, sem þýðir að innlagnar er ekki krafist, heldur mætir hann bara í aðgerðina og fer síðan heim strax á eftir. En vegna hinnar fáránlegu biðlistastefnu sem rekinn er af núverandi stjórnvöldum sér hann ekki fram á að komast í aðgerðina, sem hann sárlega þarfnast, í bráð. Þetta þýðir að í eitt og hálft ár hefur hann þurft að mæta til vinnu, sem hann hefur ekki efni á að segja upp, hálfblindur á báðum augum og með sólgleraugu því að hann þolir ekki sterkt ljós. Öll verðum við gömul (7, 9, 13); er það svona sem við viljum fara með gamla fólkið okkar?

Þeir eru nú nett klikkaðir þarna fyrir vestan
Ég sá um daginn 60 mínútur á Stöð 2. Þar var verið að fjalla um heilbrigðisvanda í Kaliforníu. Það hafði nefnilega komið í ljós að fylkið sá sig nauðbeygt til greiða fyrir og útvega föngum heilbrigðisþjónustu, þar sem þeir væru í þeirra vörslu, og snerist fréttin um fanga sem var hjartaveikur, og fylkið neyddist til að punga út einni milljón dollara fyrir hjartaígræðslu. Ef fanginn hefði ekki fengið þessa ígræðslu hefði hann látið lífið, og þar sem 8. viðauki stjórnarskrár Bandaríkjanna bannar ,,cruel and unusual punishment” (samt leyfa þeir dauðarefsingar) sáu þeir fram á að ef að fanginn hefði látist í þeirra vörslu, gæti fjölskylda hans kært og myndi að öllum líkindum vinna. Áður hafði látið reyna á þetta fyrir dómi, þar sem fangi krafði fylkið um nýrnaígræðslu, sem hann fékk á þeirri forsendu að annað væri brot á stjórnarskránni. Með öðrum orðum er auðveldara fyrir dæmdan fanga að fá heilbrigðisþjónustu heldur en hinn almenna, löghlýðna launamann sem ekki hefur efni á sjúkratryggingu, og þeir eru ansi margir. Allt í nafni frjálshyggju og frelsis!

Afturhaldið og íhaldið
Ég persónulega sé ekki að núverandi stjórnarflokkar muni breyta sinni stefnu í heilbrigðismálum; biðlistarnir munu halda áfram að lengjast á meðan afturhaldið og íhaldið eru við völd.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand