Metþátttaka á landsþinginu

Landsþing Ungra jafnaðarmanna, Glæpir 2003, var sett í Reykjavík föstudaginn 3. október441 kusu í kjöri til framkvæmdastjórnar Ungra jafnaðarmanna sem er langmesta þátttaka frá upphafi. Þess ber að geta að þetta er 261% meiri þátttaka en var á landsþingi Sambands ungra sjálfstæðismanna sem haldið var nýverið. Andrés Jónsson úr Reykjavík var kjörinn formaður Ungra jafnaðarmanna með 298 atkvæðum eða 67,6% en Margrét Gauja Magnúsdóttir frá Hafnarfirði hlaut 139 atkvæði eða 31,5%. Andrés tekur við af Ágústi Ólafi Ágústssyni sem hefur verið formaður síðan árið 2001 en hann gaf ekki kost á sér að þessu sinni þar sem hann var kjörinn á Alþingi í vor. Hilmar Kristinsson var kjörinn alþjóðaritari og hafði betur en Hreinn Vídalín. Meðstjórnendur voru kjörnir Andrés Fjeldsted, Rósa María Óskarsdóttir, Hinrik Már Ásgeirsson og Guðjón Egill Guðjónsson. Brynja Magnúsdóttir verður varaformaður Ungra jafnaðarmanna, Bryndís Nielsen ritari og Dagbjört Hákonardóttir gjaldkeri en þær voru allar sjálfkjörnar. Landsþing Ungra jafnaðarmanna, Glæpir 2003, var sett í Reykjavík föstudaginn 3. október

441 kusu í kjöri til framkvæmdastjórnar Ungra jafnaðarmanna sem er langmesta þátttaka frá upphafi. Þess ber að geta að þetta er 261% meiri þátttaka en var á landsþingi Sambands ungra sjálfstæðismanna sem haldið var nýverið.

Andrés Jónsson úr Reykjavík var kjörinn formaður Ungra jafnaðarmanna með 298 atkvæðum eða 67,6% en Margrét Gauja Magnúsdóttir frá Hafnarfirði hlaut 139 atkvæði eða 31,5%. Andrés tekur við af Ágústi Ólafi Ágústssyni sem hefur verið formaður síðan árið 2001 en hann gaf ekki kost á sér að þessu sinni þar sem hann var kjörinn á Alþingi í vor.

Hilmar Kristinsson var kjörinn alþjóðaritari og hafði betur en Hreinn Vídalín. Meðstjórnendur voru kjörnir Andrés Fjeldsted, Rósa María Óskarsdóttir, Hinrik Már Ásgeirsson og Guðjón Egill Guðjónsson.

Brynja Magnúsdóttir verður varaformaður Ungra jafnaðarmanna, Bryndís Nielsen ritari og Dagbjört Hákonardóttir gjaldkeri en þær voru allar sjálfkjörnar.

Framundan er öflugt og skemmtilegt málefnastarf ungs fólks í Samfylkingunni en Samfylkingin er langstærsti stjórnmálaflokkur meðal kjósenda á aldrinum 18-22 ára. Fer málefnastarfið fram í húsnæði Kvennaskólans í Reykjavík í Uppsölum við Þingholtsstræti 37, beint á móti breska og þýska sendiráðinu.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand