Metnaðarleysi

Sjálfstæðisflokkurinn hefur farið með lyklavöld í menntamálaráðuneyti þjóðarinnar í 18 af seinustu 21 ári eða frá því að sjálfstæðis- og framsóknarmenn mynduðu ríkisstjórn árið 1983. Ragnhildur Helgadóttir, Sverrir Hermannsson, Birgir Ísleifur Gunnarsson, Ólafur Garðar Einarsson, Björn Bjarnason, Tómas Ingi Olrich og nú Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hafa veitt þessu veigamikla embætti forystu. Á þessum 18 árum við stjórnvölin í menntamálaráðuneytinu hefur Sjálfstæðisflokkurinn m.a. komið þjóðskólanum, Háskóla Íslands, í þá stöðu að þurfa að neita allt að 900 einstaklingum um skólavist vegna rúmlegra 600 milljóna króna fjárskorts eða að taka upp skólagjöld og fjöldatakmarkanir. Báðir kostirnir eru óviðunandi fyrir sjálfan þjóðaskólann. Viðbrögð splunkunýs menntamálaráðherra, sem ég bar nokkrar væntingar til, við fjárþörf skólans eru – ,,Hann er ekkert blankur”. Sjálfstæðisflokkurinn hefur farið með lyklavöld í menntamálaráðuneyti þjóðarinnar í 18 af seinustu 21 ári eða frá því að sjálfstæðis- og framsóknarmenn mynduðu ríkisstjórn árið 1983. Ragnhildur Helgadóttir, Sverrir Hermannsson, Birgir Ísleifur Gunnarsson, Ólafur Garðar Einarsson, Björn Bjarnason, Tómas Ingi Olrich og nú Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hafa veitt þessu veigamikla embætti forystu. Á þessum 18 árum við stjórnvölin í menntamálaráðuneytinu hefur Sjálfstæðisflokkurinn m.a. komið þjóðskólanum, Háskóla Íslands, í þá stöðu að þurfa að neita allt að 900 einstaklingum um skólavist vegna rúmlegra 600 milljóna króna fjárskorts eða að taka upp skólagjöld og fjöldatakmarkanir. Báðir kostirnir eru óviðunandi fyrir sjálfan þjóðaskólann. Viðbrögð splunkunýs menntamálaráðherra, sem ég bar nokkrar væntingar til, við fjárþörf skólans eru – ,,Hann er ekkert blankur”.

Nokkrar staðreyndir um árangur í menntmálum undanfarin ár
Hér á landi lýkur fólk framhaldsskólaprófi langelst af OECD ríkjunum þá eru Íslendingar aðeins í 14. sæti af 28 af þessum sömu þjóðum þegar kemur að framlögum til menntamála og miðað er við einstaklinga á skólaaldri.

Í samanburði við hin Norðurlöndin þá hafa u.þ.b. 30% færri Íslendingar á aldrinum 25 til 34 ára lokið framhaldsskólaprófi. Í þessum sama aldursflokki hafa rúmlega 10% færri Íslendingar lokið háskólaprófi. Til að hlutfall stjórnvalda hér á landi til menntamála yrði svipað og hinum Norðurlöndunum þarf að auka fjárframlögin um 4-8 milljarða króna.

Frammistaða Sjálfstæðisflokksins er heldur dapurleg og það virðist vanta skilning á gildi menntunar. Þær þjóðir sem fjárfesta duglega í menntun hafa t.a.m. hærri landsframleiðslu á hvern einstakling. Því má ekki gleyma að Framsóknarflokkurinn, sem er á sínu níunda ári í ríkisstjórnarsamstarfi við Valhallarmenn, ber einnig ábyrgð á því hvernig komið er fyrir menntamálum þjóðarinnar.

Með stórbættu menntakerfi verður til þekkingarsamfélag
Samfylkingin vill að hér á landi verði til þekkingarsamfélag þar sem hátæknigreinar þróast samhliða hefðbundnum framleiðslugreinum. Með stórbættu menntakerfi, frá leikskóla til háskóla og frá grunnnámi til símenntunar, verður brautin rudd fyrir blómlegt atvinnulíf.

Auka þarf fjárframlög til háskólastigsins þar til sama hlutfalli og hjá frændþjóðum okkar er náð og fjöldi þeirra einstaklinga sem útskrifast með háskólapróf verði í líkingu við það sem gerist á hinum Norðurlöndunum. Samfylkingin telur að efla þurfi fjarnám á háskólastigi.

Gera þarf gagngerar breytingar á Lánasjóði íslenskra námsmanna. Byrja þarf á að endurmeta framfærslugrunn námslána og gera endurgreiðsluna skattfrádráttarbæra að hluta. Ennfremur þarf að afnema ábyrgðarmannakerfi námslána í því skyni að tryggja fullt jafnræði allra til að taka námslán – óháð aðstæðum aðstandenda námsmanna.

Þá vill Samfylkingin að kennarar njóti samkeppnishæfra starfsskilyrða, aðstöðu og launa.

Menntasókn Samfylkingarinnar er svarið við metnaðarleysi sjálfstæðismanna, og um leið framsóknarmanna, í menntamálum undanfarin ár.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið