Ungir jafnaðarmenn standa fyrir menntaþingi í Hafnarfirði á laugardaginn. Framhaldsskólastigið verður til umræðu þar sem ljósi verður varpað á stöðuna eins og hún er í dag og ræddar verða leiðir til úrbóta.Menntaþingið verður haldið í gamla bókasafninu í Hafnarfirði við Mjósund 10 og hefst dagskráin kl. 10 á laugardagsmorgun með ávarpi Lúðvíks Geirssonar, bæjarstjóra í Hafnarfirði. Formleg dagskrá stendur til rúmlega kl. 18:30. Um kvöldið verður síðan skemmtun. Ungir jafnaðarmenn standa fyrir menntaþingi í Hafnarfirði á laugardaginn. Framhaldsskólastigið verður til umræðu þar sem ljósi verður varpað á stöðuna eins og hún er í dag og ræddar verða leiðir til úrbóta.
Menntaþingið verður haldið í gamla bókasafninu í Hafnarfirði við Mjósund 10 og hefst dagskráin kl. 10 á laugardagsmorgun með ávarpi Lúðvíks Geirssonar, bæjarstjóra í Hafnarfirði. Formleg dagskrá stendur til rúmlega kl. 18:30. Um kvöldið verður síðan skemmtun.
Dagskrá:
10:00 Fræðsluþing sett af Lúðvík Geirssyni, bæjarstjóra Hafnarfjarðar
10:30 Margrét Valdimarsdóttir – Kynning á niðurstöðum rannsóknar
11:00 Umræður
11:20 Lára Stefánsdóttir – Upplýsingatækni og möguleikar hennar í kennslu og námi
12:20 Hádegishlé
13:00 Björgvin G. Sigurðsson – Áhrif styttingu framhaldsskóla á brottfallshópa
14:00 Gestir
14:30 Kaffihlé
15:00 Hópavinna ýmissa málefna útfrá fyrirlestrum
17:00 Niðurstöður hópavinnu kynntar – ályktanir
18:30 Fræðsluþingi slitið
20:00 Gleðskapur á A. Hansen.