Litla spillta Ísland

Loks er skýrsla Samkeppnisstofnunar um samráð olíufélagana komin upp á yfirborðið. Hún staðfestir í meginatriðum það sem allir vissu en vildu ekki trúa. Olíufélögin þrjú, Skeljungur, Esso og Olís blóðmjólkuðu íslenskt samfélag á skipulegan hátt frá því snemma árs 1993 til lok ársins 2001, en það er tímabilið sem skýrsla Samkeppnisstofnunar nær til. Gögn benda til þess að samráðið hafi byrjað fljótlega eftir að Kristinn Björnsson tók við sem forstjóri Skeljungs árið 1990 og að hann hafi lagt línurnar í meginatriðum. Loks er skýrsla Samkeppnisstofnunar um samráð olíufélagana komin upp á yfirborðið. Hún staðfestir í meginatriðum það sem allir vissu en vildu ekki trúa. Olíufélögin þrjú, Skeljungur, Esso og Olís blóðmjólkuðu íslenskt samfélag á skipulegan hátt frá því snemma árs 1993 til lok ársins 2001, en það er tímabilið sem skýrsla Samkeppnisstofnunar nær til. Gögn benda til þess að samráðið hafi byrjað fljótlega eftir að Kristinn Björnsson tók við sem forstjóri Skeljungs árið 1990 og að hann hafi lagt línurnar í meginatriðum.

Stór skaði samfélagsins
Ávinningur olíufélaganna af samráðinu er ekki talið fara undir 6,5 milljarð króna en það er varlega áætlað. Og kostnaður samfélagsins er talin vera a.m.k. 40 milljarðar króna. Hlýtur það ekki að vera mjög gróflega áætlað? Þessi kostnaður gæti verið miklu meiri því eldsneytisverð hefur svo gríðarleg áhrif út í samfélagið – það er ekki bara bensínið á bílana sem hækkar. Það þarf að flytja vörur og nauðsynjar um allt land og hærra eldsneytisverð eykur auðvitað flutningskostnað. Sá aukakostnaður fer síðan út í vöruverðið sem bitnar fyrst og fremst á neytandanum. Þetta gengur síðan koll af kolli. Það er því mjög erfitt að slá fasta tölu á kostnað samfélagsins en hann er gríðarlegur.

Borgar sig að stela?
Maður getur ekki annað en velt fyrir sér sektargreiðslunum sem olíufélögunum ber að greiða samkvæmt skýrslunni. Félögin voru sektuð um 1100 milljónir hver. Esso fékk 45% afslátt vegna greiðvikni við rannsókn málsins, Olís fékk 20% afslátt á sömu forsendum. Ekki var talin grundvöllur fyrir því að gefa Skeljungi afslátt og greiða þeir því sektina að fullu. Esso greiddi því 605 milljónir, Olís 880 milljónir og Skeljungur 1100 milljónir. Maður hlýtur að velta einu fyrir sér – borgar sig virkilega að stela? Dæmi: Þrír óheiðarlegir aðilar stela 6500 kr. og eru dæmdir til að greiða 1100 kr. hver í sekt. Tveir aðilanna ákveða að vera samvinnuþýðir og fá því afslátt af sektinni. Annar greiðir því aðeins 880 krónur en hinn 605 krónur. Það þarf því engan snilling í að sjá að þessa þjófnaður margborgaði sig, og þessir þrír óprúttnu aðilar myndu væntanlega ekki veigra sér við að endurtaka leikinn.

Erfið staða Þórólfs
Þórólfur Árnason borgarstjóri var framkvæmdastjóri markaðssviðs Essó á árunum 1993 til 1998. Hann hefur verið sakaður um að eiga hlut að málinu og meðal annars boðað forstjóra á fundi. Hann hefur skýrt mál sitt fyrir fjölmiðlum og aðstoðaði samkeppnisyfirvöld manna mest meðan á rannsókninni stóð. Staða Þórólfs sem borgarstjóri er mjög erfið en ljóst er að mjög margir eru flæktir í þetta mál með einum eða öðrum hætti. Þórólfur nýtur en trausts meðal Samfylkingar og Framsóknarflokks innan R-listans og vilji er fyrir því að hann verði settur í prófkjör fyrir næstu kosningar og verði þannig dæmdur af verkum sínum.

Málið langt frá því að verða búið
Það sem maður hefur séð úr þessari skýrslu virkar svo úr takti við allan raunveruleika og ætti vel heima í góðri mafíuræmu á hvíta tjaldinu. Maður hefur talað í gríni um reykfylltu bakherbergin þar sem forstjórarnir sitja og ákveða málin sín á milli. En nú hefur komið á daginn að það er alls ekki úr takti við raunveruleikann. Rannsóknin er enn í gangi hjá Ríkislögreglustjóra og á eflaust margt ennþá eftir að koma upp á yfirborðið sem ekki þolir dagsljósið.

Svo er líklegt að höfðuð verði fjölmörg skaðabótamál á hendur olíufélögunum og hafa mörg útgerðarfyrirtæki verið að fara yfir stöðuna. Eins hafa Neytendasamtökin hvatt einstaklinga til að skoða rétt sinn. Semsagt áhugaverðir tímar framundan og eflaust fá einhverjir hausar að fjúka.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand