Menntamálin í Hafnarfirði

Það væri nú ekki amalegt að fá háskóla í Hafnarfjörð og auðvitað vill Samfylkingin einn slíkan. En við skulum ekki gleyma þeirri staðreynd að í Hafnarfirði er í raun boðið upp á mikið háskólanám. Við námsflokkana hér í bænum stunda um 180 nemendur fjarnám við Háskólann á Akureyri og það er meiri fjöldi en hjá nokkurri menntastofnun annarri. Má þannig segja að hér sé í raun eins konar útibú frá þessum góða skóla.

Það væri nú ekki amalegt að fá háskóla í Hafnarfjörð og auðvitað vill Samfylkingin einn slíkan. En við skulum ekki gleyma þeirri staðreynd að í Hafnarfirði er í raun boðið upp á mikið háskólanám. Við námsflokkana hér í bænum stunda um 180 nemendur fjarnám við Háskólann á Akureyri og það er meiri fjöldi en hjá nokkurri menntastofnun annarri. Má þannig segja að hér sé í raun eins konar útibú frá þessum góða skóla.

Þetta er mjög jákvætt og að sjálfsögðu ber að efla þetta starf eins og kostur er. Samfylkingin í Hafnarfirði hyggst og gera það á næsta kjörtímabili. En fleira mun verða gert til að auka menntun hér í bænum. Á þannig að stækka Iðnskólann. Þessi skóli, sem er einn besti verkmenntaskóli á landinu, verður þá enn betri og mun efla bæjarlífið enn frekar.

Auk þessa er fyrirhugað að byggja nýjan framhaldsskóla á Völlunum þar sem lögð verði áhersla á verkmenntun og listgreinar. Með honum verður þannig enn aukið við framboð á verknámi og er það vel; hér á Íslandi hefur allt of lítil áhersla verið lögð á slíkt nám. Vera má að sumir þeirra sem bisa við bóknám eigi í raun frekar heima þar, enda liggi hæfileikar þeirra á þannig sviðum. Þess vegna er mikilvægt að hefja verknám til vegs og virðingar og eyða þeim fordómum í garð slíks náms sem ef til vill eru til staðar í þjóðfélaginu. Það er enda svo að verknám er á engan hátt síðra eða ómerkilegra en bóknám og á allan hátt jafnmikilvægt.

En það nám sem segja má að sé mikilvægast er auðvitað grunnskólanámið. Þar á fólk að fá nauðsynlegan grunn undir allt síðara nám og því brýnt að vandað sé vel til verka. Eitt sem þar skiptir miklu máli er faglegt sjálfstæði skólanna – að þeir séu ekki algjörlega rígbundir þó svo að auðvitað þurfi vissar samræmdar kröfur. Þetta sjálfstæði vill Samfylkingin auka. Þrátt fyrir að grunnskólarnir í hverfum bæjarins muni auðvitað bjóða upp á sambærilegt nám munu því áherslurnar að einhverju leyti verða ólíkar og reynslan, sem myndast innan einstakra skóla, misjöfn. Og þess vegna mun hver og einn skóli verða svokallaður forystuskóli á því sviði, sem hann er bestur í, og miðla þeirri reynslu, sem þar hefur verið fengin, til annarra skóla.

Ekki er að efa að þetta fyrirkomulag mun verða til að bæta grunnskólanámið hér í Hafnarfirði. En leikskólanámið – því að leikskólarnir eru vissulega hluti af skólakerfinu – á einnig að bæta. Verður þannig meðal annars tekið upp samstarf við tónlistarskóla bæjarins um tónlistarkennslu í leikskólum. Að slíkt nám fari þar fram er mjög mikilvægt vegna þess hversu næm börn á leikskólaaldri eru. Það mun því verða til að þroska tónlistarhæfileika þeirra og efla allt tónlistarlíf í bænum.

Annað, sem gera á í leikskólunum, er að tryggja öllum börnum 18 mánaða og eldri þar pláss. Án efa er þetta mjög mikilvægt hagsmunamál fyrir margar fjölskyldur og því brýnt að gengið sé í þetta af krafti. Það hyggst og Samfylkingin gera.

Greinin birtist upphaflega á mir.is
Höfundur er formaður Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand