Menn og málefni

Kjósendur virðast láta sér vel líka að tekist sé á um menn og málefni í stjórnmálaflokkum. Ný Gallup könnun gefur vísbendingu um að tíundi hver kjósandi Samfylkingarinnar sé nýr. Fylgið mælist 34 prósent, nóg til að skjóta Sjálfstæðisflokknum ref fyrir rass, sem er raunhæft meginmarkmið. Meira að segja Framsókn bætir við sig, þótt þar sé nú aðallega tekist á um menn, eitthvað minna virðist fara fyrir málefnunum. Mælingin fer fram nú þegar formannsslagur þeirra Ingibjargar og Össurar er í þann mund að hefjast. Kjósendur virðast láta sér vel líka að tekist sé á um menn og málefni í stjórnmálaflokkum. Ný Gallup könnun gefur vísbendingu um að tíundi hver kjósandi Samfylkingarinnar sé nýr. Fylgið mælist 34 prósent, nóg til að skjóta Sjálfstæðisflokknum ref fyrir rass, sem er raunhæft meginmarkmið. Meira að segja Framsókn bætir við sig, þótt þar sé nú aðallega tekist á um menn, eitthvað minna virðist fara fyrir málefnunum. Mælingin fer fram nú þegar formannsslagur þeirra Ingibjargar og Össurar er í þann mund að hefjast. Segja má að slagurinn hafi farið af stað með látum þegar verkalýðsforingi nokkur missti það út úr sér að verkalýðshreyfingin stæði óskipt og ósundruð að baki öðrum frambjóðandanum. Það var frekar óheppileg yfirlýsing. Þó að saga Samfylkingarinnar og verkalýðshreyfingarinnar sé samtvinnuð og sambúðin góð held ég að enginn vilji hverfa aftur til þess tíma þegar verkalýðsforingjar fóru fram með þessum hætti. Þeir fara fyrir hreyfingum, sem eðli málsins samkvæmt verða að rúma fólk úr öllum flokkum. Þeir mega heldur ekki komast í þá aðstöðu gagnvart stjórnmálaleiðtogum, að þeir eigi hönk uppí bakið á þeim fyrir stuðninginn. Úr herbúðum hins frambjóðandans bárust fljótlega ásakanir um ,,skítug” vinnubrögð og annað í þeim dúr. Sem sagt, allt virtist komið á fullt. Við skulum vona að þarna hafi tónninn ekki verið gefinn. Fólk má ekki gleyma sér í innflokkspólitík,og missa sjónar á því sem skiptir máli. Það má ekki verða svo að sigurvegarinn, hvort þeirra sem það verður, mæti lemstraður til leiks með sundraðan flokk næst þegar kosið verður. Að hinir raunverulegu sigurvegarar verði Halldór, Davíð og Steingrímur Joð.

Með þetta í huga er mikilvægt að huga að því hvernig baráttan verður háð. Það á að halda persónulegum átökum og sandkassapólitík í lágmarki. Það á að beina kastljósinu að málefnunum, þar erum við sterkust. Innanflokkságreiningur, sé hann ekki háður á skynsamlegum, málefnalegum og heilbrigðum grundvelli verður aldrei neitt annað en hvalreki á fjörur andstæðingsins. Það má ekki fara svo að deilur vegna formannskjörs í Samfylkingunni verði til þess að skera forsætisráðherra úr Írakssnörunni. Hún var farinn að herða svo um hálsinn á honum að hann var hættur að vera rauður, hættur að vera blár en orðinn eiturgrænn af súrefnisskorti. Forsætisráðherra er í þessari aðstöðu vegna málflutnings sem er engan veginn boðlegur í upplýstu samfélagi, þrátt fyrir her spunameistara sem reyna hverja sjónhverfinguna á fætur annarri til að fegra hina raunverulegu mynd. Auðvitað vonum við öll að maðurinn nái að losa um snöruna og ná þannig húðlit í andlitið í fyrsta skipti síðan hann tók við völdum. En þá verður hann að gera það sjálfur, það er í allavega ekki í okkar verkahring.

Á yfirborðinu er allt með blóma
Flokkurinn í meðbyr og innviðirnir traustari en nokkru sinni. Flokkurinn bætir við sig fylgi og er orðinn stærstur. Þetta verður allt að setja í samhengi. Er flokkurinn raunverulega í meðbyr? Ef litið er á beinharða statiskík virðist svo vera, hins vegar þarf að hafa fleiri þætti í huga. Sé ástandið í íslenskri pólitík skoðað má sjá ýmis sóknarfæri. Sjaldan hefur þreytulegri ríkisstjórn setið að völdum, þar virðast menn hafa misst alla sýn á raunveruleikann. Kannski ekki furða eftir svo langa setu. Stjórnarflokkarnir standa höllum fæti. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið eins og höfuðlaus her í fjarveru leiðtogans. Um Framsóknarflokkinn þarf ekki að hafa mörg orð, svo virðist sem þar á bæ sé hægt að stofna til innbyrðis átaka í tómu húsi. Flokkurinn hangir saman á valdþorstanum einum saman. Valdþorsta sem hefur verið svalað, umboðslaust, allt of lengi. Við þessar aðstæður er ekki hægt að sætta sig við að slefa yfir 30 prósentin, jafnvel ekki við 34%. Það á að setja markið hærra. Fylgistap valdsflokkanna á ekki bara að hagnast VG og halda lífinu í Frjálslyndum. Þarna eru sóknarfæri sem verður að nýta. Við eigum ekki að reyna að verja þessi 30%, heldur blása til sóknar og stefna á 40. Nú er tækifærið.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand