Samfylkingin í góðum málum.

Samfylkingin hefur nú mælst stærri en Sjálfstæðisflokkurinn í tveimur könnunum. Það er að mínu mati afar eðlilegt og ef til vill er hin höfuðlausa sjálfstæðishjörð að halda sjó betur en á horfðist. Samfylkingin hefur nú mælst stærri en Sjálfstæðisflokkurinn í tveimur könnunum. Það er að mínu mati afar eðlilegt og ef til vill er hin höfuðlausa sjálfstæðishjörð að halda sjó betur en á horfðist. Frá því Davíð Oddsson hvarf af sjónarsviðinu hefur Sjálfstæðisflokkurinn haft heldur lágan prófíl. Ef til vill er það að ganga eftir sem sumir spáðu að þegar Davíð hyrfi úr embætti þá myndi meðalmennskan ná yfirtökunum í forystusveit flokksins. Slíkt er þekkt að þegar sterkir foringjar og ráðandi ríkja lengi, þá drepa þeir af sér allt frumkvæði og sjálfstæði í kringum sig. Allir þeir sem hafa skoðanir og meiningar forða sér en eftir sitja meðaljónar og skoðanalitlir einstaklingar. Þetta gerðist þegar Davíð yfirgaf borgina og allir vita hverslags hjörð sat þar eftir og þekkt er árangangursleysi þeirra síðastliðin 10 ár. Nú virðist sem þetta sé að gerast í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn er eins dauð drusla og enginn tekur af skarið. Þögnin og atkvæðaleysið er að verða pínlegt. Framsóknarflokkurinn er í dauðateigjunum og Halldór virðist vera að missa öll tök. Það er dapurt að fá 4% mælingu í borginni. Neðar verður vart komist og má segja að flokkurinn hafi þurrkast út á svæðinu.

Það var fyndið að heyra í formanni þingflokks Framsóknar, Hjálmari Árnasyni. Hann hafði enga trú á að staða Framsóknar væri með þessum hætti, hann fékk svo gott viðmót í fundaferð nýlega. Ef þetta er ekki blind afneitun þá er hún ekki til. Hjálmar hefur greinilega verið að funda með jábræðrum úr flokknum, þannig er auðvelt að fá skakka mynd. Það heitir að lokast inni í fílabeinsturni.

Meðan eldar brenna í stjórnflokkunum þá dafna stjórnarandstöðuflokkarnir. Samfylkingin er er á mjög góðu róli um og yfir 35%. Slík staða gefur góðar vonir með að löngu útbrunnin ríkisstjórn íhaldsflokkanna sé að veslast upp. Það væri reyndar óeðlilegt að slíkt gerðist ekki, slík er málefnafátæktin og úrræðaleysið þar á bæ.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand