Markvissa menntasókn á næstu árum

Á næstu árum þarf að eiga sér stað markviss menntasókn á Íslandi eftir langvinna stöðnun í menntunarmálum þjóðarinnar. Samanborið við nágrannalöndin er menntakerfið fjársvelt og ekki varið til þess þeim fjármunum sem þarf til að leggja grunninn að þekkingarsamfélagi framtíðarinnar. Margvíslegar umbætur verða að eiga sér stað á skólamálunum til að við náum í fremstu röð. Á Vorþingi Samfylkingarinnar var lögð fram metnaðarfull tillaga þess efnis. Á næstu árum þarf að eiga sér stað markviss menntasókn á Íslandi eftir langvinna stöðnun í menntunarmálum þjóðarinnar. Samanborið við nágrannalöndin er menntakerfið fjársvelt og ekki varið til þess þeim fjármunum sem þarf til að leggja grunninn að þekkingarsamfélagi framtíðarinnar. Margvíslegar umbætur verða að eiga sér stað á skólamálunum til að við náum í fremstu röð. Á Vorþingi Samfylkingarinnar fyrir skemmstu var lögð fram metnaðarfull tillaga þess efnis.

Lítið lagt til menntunar
Menntakerfi framtíðarinnar verður að bjóða upp á sífellda menntun, opinn skóla, þar sem einstaklingurinn á kost á að þjálfa upp nýja hæfni til að verða gjaldgengur á vinnumarkaði. Þetta er því brýnna sem haft er í huga að hér á landi ljúka 40% hvers árgangs ekki framhaldsnámi, samkvæmt rannsóknum við HÍ. Færri Íslendingar stunda því nám á framhaldsskólastigi en á Norðurlöndunum, 81% af hverjum árgangi hér en um 89% þar. Einungis 56% Íslendinga á aldrinum 25 til 65 ára hafa lokið framhaldsskólaprófi meðan þetta hlutfall er 78% á öðrum Norðurlöndum. Íslendingar hafa lengi varið mun minna fé til menntamála sem hlutfall af landsframleiðslu en aðrar OECD þjóðir. Munurinn á okkur og næstu þjóðum hefur verið um 1%-stig. Þegar við vorum með um 5% var 6% algengt í nágrannlöndunum og þegar hlutdeild okkar varð 6% þá voru aðrar þjóðir með 7%. Það er skynsamlegt að setja fram tölulegt markmið í aukningu útgjalda til menntamála á næsta kjörtímabil. T.d. um 1% aukningu á ári næstu fjögur árin.

Nýtt tækifæri til náms
Sérstaka áherslu þarf að leggja á fjarnám, endurmenntun og nýtt tækifæri fyrir þá sem hafa horfið frá námi á lífsleiðinni. Samfélagið skuldar þeim sem hafa horfið frá námi eða vilja bæta við menntun sína að dyrnar séu opnaðar fyrir þá til að bæta við menntun sína eða nema eitthvað nýtt til að öðlast fleiri tækifæri á vinnumarkaði. Nýtt tækifæri í menntun á að byggjast á aðgengilegu grunnnámi, framhaldsnámi, starfsnámi eða námstilboðum fyrir þá sem vilja bæta við sína fyrri menntun eða hasla sér völl á nýjum sviðum. Þannig jöfnum við tækifærin og búum til öfluga veitu inn í atvinnulífið.

Lækka útskriftaraldur
Brýnt er að auka samstarf á milli leik- og grunnskóla en tengslin á milli skólastiganna eru of veik. Fyrstu ár grunnskólans þarf að nýta betur með auknum áherslum á upplýsingatækni, raungreinar og tungumál. Einnig þarf sérstakt átak til að tryggja eðlilega námsframvindu þeirra barna sem ekki hafa íslensku sem fyrsta mál. Fyrir lok næsta kjörtímabils þarf að vera búið að stytta framhaldsskólann um eitt ár með því að byrja grunnmenntun fyrr. Það myndi leiða til að stúdentar og aðrir sem ljúka framhaldsskóla, útskrifast ári fyrr. Þetta er brýnt mál til að stytta leiðina á vinnumarkaðinn og jafna aðstöðumuninn, sem að því leyti er á íslenskum nemendum og erlendum.

Brottfall og mannauðssóun
Á meðal brýnustu verkefnanna er að grípa til aðgerða sem sporna við sóuninni á mannauð og fjármagni sem felast í miklu brottfalli á framhaldsskólastiginu. Stórauka þarf námsráðgjöf og auka breiddina á námsframboði á skólastiginu, efla iðn- og verknám með sérstöku átaki, tækninám og styttri námsbrautir. Sömuleiðis þarf að efla listnám í framhaldsskólanum. Þetta fjölgar valkostum, og dregur úr því að námsmenn finni sér ekki nám við hæfi, sem er meginástæða brottfallsins. Iðn- og tæknimenntun á í djúpstæðum vanda sem lýsir sér m.a. í því að aðsókn að náminu hefur minnkað, verknámið að hluta færst af landsbyggðinni og framboð á verkmenntun minnkað í fjölbrautaskólum landsins. Í kjölfarið hafa hinar hefðbundnu iðngreinar verið að gefa eftir og má nefna sem dæmi að sveinsprófum hefur fækkað um 14% liðnum árum. Þessi fjárhagsvandi verknámsins á rætur sínar í reiknilíkani sem notað er til dreifingar á fjármagni til framhaldsskólanna. Líkanið skilar verknámi ekki því sem eðlilegt er til að hægt sé að halda því úti með sómasamlegum hætti.

LÍN og rannsóknir
Það þarf að móta ítarlega stefnu í málefnum Lánasjóðsins. Meginatriðin eru að námslán verði greidd fyrirfram, endurgreiðslur námslána verði frádráttabærar frá skatti, að hluta a.m.k., endurgreiðslubyrði verði minnkuð, 30% námslána geti orðið styrkur, grunnframfærslan hækkuð og að ábyrgðarmannakvöðinni verði aflétt. Innan við 16% aldurshópsins 25-64 ára hafa lokið háskólaprófi og segir allt um mikilvægi þess að efla nám á háskólastigi. Það þarf að styðja við samkeppni á háskólastigi og ýta undir bætta kennslu, aukið námsframboð og auknar rannsóknir. Enda eiga háskólastofnanir sem skara fram úr eiga að njóta þess í fjárframlögum. Efla þarf rannsóknartengt framhaldsnám við alla háskóla landsins og styrkja með auknum fjárframlögum og því að auka tengslin milli rannsóknastofnana ríkisins og viðeigandi háskóla og háskóladeilda. Tengt þessu á að auka framlög til rannsóknasjóða hins opinbera til að ýta undir möguleika ungra fræðimanna til að hasla sér völl hér heima að framhaldsnámi loknu. Víðtækar og markvissar fjárfestingar í menntakerfinu, til samræmis við það sem framsæknustu þjóðirnar ástunda, er mál málanna í íslensku samfélagi á komandi árum.

Björgvin G. Sigurðsson situr í 3. sæti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand