Hvernig getum við stytt námstíma til stúdentsprófa?

Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum að íslenskir stúdentar útskrifast töluvert seinna úr menntaskóla en jafnaldrar þeirra erlendis. Þetta gerir íslenskum námsmönnum erfitt fyrir, sérstaklega um þessar mundir þar sem samkeppni í erlendum háskólum verður æ harðari. Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum að íslenskir stúdentar útskrifast töluvert seinna úr menntaskóla en jafnaldrar þeirra erlendis. Þetta gerir íslenskum námsmönnum erfitt fyrir, sérstaklega um þessar mundir þar sem samkeppni í erlendum háskólum verður æ harðari. Lausin er einföld; það er vel gerlegt að útskrifa stúdenta a.m.k. einu ári fyrr en nú gengur og gerist. Flest stjórnmálaöfl virðast einróma sammála um þessa tillögu (að UVG undanskildum) en ekki gildir það sama um aðferðir.

15 ára menntaskólanemar?
Að undanförnu hafa margir dregið þá ályktun að ef framhaldsnám ætti að stytta niður í 3 ár, væri skynsamlegasta lausnin að hefja menntaskólanám fyrr. Eins og staðan er í dag er algengast að 16 ára aldurinn sé nýnemaár í menntaskólum landsins. Ef ungmenni myndu hefja menntaskólanám við 15 ára aldurinn myndi það eflaust snerta landsbyggðina djúpt. Ótal ungmenni halda til höfuðborgarinnar eða stærri sveitarfélaga þegar á menntaskólaaldurinn er komið. Því skiptir miklu máli fyrir ungmennin og aðstandendur þeirra að þurfa ekki að yfirgefa heimahagana fyrr en nú tíðkast, því enn í dag þykja 16 ár býsna ungur aldur til að þurfa sjá sjálfum sér farborða.

Aukaeiningar í 10.bekk
Einnig ætti að gera nemendum kleift að hefja eininganám í 9. eða 10. bekkjum grunnskólanna. Þetta tíðkast reyndar þegar í mörgum grunnskólum landsins. Þeim nemendum sem hefur verið gefinn kostur á að næla sér í nokkrar einingar áður en menntaskólanám hefst, halda oftar en ekki í áfangakerfisskóla og ljúka námi sínu á styttri tíma en ella. Æ fleiri kjósa að útskrifast á 3 og ½ ári og sömuleiðis fjölgar framhaldsskólanemum. Með nýrri námsskrá hafa margar námsbrautir orðið hagkvæmari þeim sem velja að taka námið á styttri tíma.

Stytting gæti dregið úr brottfalli
Eitt er þó víst að brottfall íslenskra nemenda úr menntaskólum fer einnig sívaxandi. Um 40% nemenda ljúka ekki námi samkvæmt rannsóknum HÍ. Á þessu má finna ýmsar skýringar. Oft er kostnaðarsamt fyrir ungmenni af landsbyggðinni að sjá sér farborða í borginni eða á heimavistum ýmis konar. Því miður standa yfirvöld frammi fyrir því vandamáli að ennþá sé til fólk sem ekki hefur efni á sjálfsagðri menntun. Með því að stytta námstímann niður í 3 ár myndu heildarútgjöld við framhaldsnám sömuleiðis minnka og fleirum fært að mennta sig.
Ekki er víst hvernig þessi þróun færi með bekkjakerfi framhaldsskólanna. Það er þó von að fjölbreytileiki íslensks menntakerfis haldist óbreytt hvað bekkjakerfi varðar.

Allir í 5 ára bekk
Ennfremur er æskilegri kostur að hefja grunnmenntun strax í leikskólunum en að hefja menntaskólanám fyrr. Síðasta ár leikskólastigsins yrði gert gjaldfrjálst og jafnvel að skyldunámi. Þar færi fram skipulögð fræðsla og kæmi í stað fyrsta árs grunnskólans að einhverju leyti. Ekki aðeins yrði það kærkomin kjarabót fyrir barnafjölskyldur landsins, heldur myndi það efla menntakerfið stórlega. Skilin á milli skólastiga ættu ekki að vera eins sterk og raun ber vitni. Menntayfirvöld vanmeta e.t.v. hæfni yngri barna til náms að einhverju leyti. Það hefur þó sýnt sig erlendis að leikskólabörnum er engu minna fært að stunda nám á grunnskólastigi.

Það er von að stjórnvöld sjái sér fært að endurskoða þennan þátt menntastefnu sinnar. Framhaldsskólaárin eru vissulega rómantískur tími í augum margra en ekki má gleyma því að íslensk ungmenni vilja standa jafnfætis erlendum námsmönnum. Og þá líður enginn slór!

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand