Mæðrastyrksnefnd, Þorvaldur Gylfason og Stefán Ólafsson hljóta Félagshyggjuverðlaun UJ

UJ veittu á laugardaginn í fyrsta sinn Félagshyggjuverðlaun Ungra jafnaðarmanna. Verðlaunin voru afhent í afmælisgleði hreyfingarinnar en um helgina voru sjö ár liðin frá stofnun samtakanna á fjölmennum fundi í Iðnó. Verðlaunin verða héðan í frá veitt árlega þeim sem að mati hreyfingarinnar hefur með verkum sínum stuðlað að betra samfélagi. Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, veittu á laugardaginn í fyrsta sinn Félagshyggjuverðlaun Ungra jafnaðarmanna. Verðlaunin voru afhent í afmælisgleði hreyfingarinnar en um helgina voru sjö ár liðin frá stofnun samtakanna á fjölmennum fundi í Iðnó. Verðlaunin verða héðan í frá veitt árlega þeim sem að mati hreyfingarinnar hefur með verkum sínum stuðlað að betra samfélagi.

Í þetta sinn hlaut Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur og prófessorarnir Stefán Ólafsson og Þorvaldur Gylfason viðurkenninguna. Mæðrastyrksnefnd fékk verðlaunin fyrir óeigingjörn störf í þágu þess að bæta kjör fátækra á Íslandi. Ragnhildur Guðmundsdóttir formaður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur og Aðalheiður Frantzdóttir framkvæmdastjóri tóku við viðurkenningunni fyrir hönd nefndarinnar. Stefán og Þorvaldur hlutu viðurkenningar sína fyrir að hafa verið óþreytandi í að fjalla um aukna misskiptingu í þjóðfélaginu undanfarin 12 ár. Með umfjöllun sinni í ræðu og riti hafa prófessorarnir vakið þarfa athygli á verkum núverandi ríkisstjórnar, sem hefur á markvissan og meðvitaðan hátt aukið ójöfnuð í íslensku samfélagi. Ungir jafnaðarmenn færa Mæðrastyrksnefndinni, Stefáni Ólafssyni og Þorvaldi sínar bestu baráttukveðjur og hvetur þau til að halda góðu starfi sínu áfram, hér eftir sem hingað til.

Á myndinni sjást Þorvaldur Gylfason, Aðalheiður Frantzdóttir, Ragnhildur Guðmundsdóttir og Magnús Már Guðmundsson formaður Ungra jafnaðarmanna. Stefán Ólafsson átti ekki kost á að veita viðurkenningunni viðtöku.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið