Bandalag hinna staðföstu stríðsandstæðinga

Mánudagskvöldið 19. mars munu hinir staðföstu stríðsandstæðingar efna til baráttusamkomu í Austurbæ, þar sem hernáminu verður mótmælt og þess krafist að íslensk stjórnvöld axli ábyrgð vegna hins svívirðilega stuðnings við ólöglegt árásarstríð. Helgi Hjörvar og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir flytja ávörp. XXX Rottweilerhundar, Ólöf Arnalds og Vilhelm Anton Jónsson flytja tónlistaratriði. Senn eru liðin fjögur ár frá því að innrás Bandaríkjamanna og bandalagsríkja þeirra í Írak hófst, með formlegum stuðningi íslenskra stjórnvalda. Þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar ráðamanna í BNA um að friður sé að komast á í landinu, er ekkert lát á óöldinni í Írak og sífellt fleirum verður ljóst hvaða hörmungar stríðið hefur kallað yfir írösku þjóðina.

Mánudagskvöldið 19. mars munu hinir staðföstu stríðsandstæðingar efna til baráttusamkomu í Austurbæ, þar sem hernáminu verður mótmælt og þess krafist að íslensk stjórnvöld axli ábyrgð vegna hins svívirðilega stuðnings við ólöglegt árásarstríð.

Dagskráin hefst kl. 20.

Ávörp flytja:
Helgi Hjörvar og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir

Tónlistaratriði:
XXX Rottweilerhundar,
Ólöf Arnalds
& Vilhelm Anton Jónsson

Upplestur:
Bragi Ólafsson

Kynnir:
Davíð Þór Jónsson

Hinir staðföstu stríðsandstæðingar eru:

Samtök hernaðarandstæðinga
Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna
Þjóðarhreyfingin
Ung vinstri græn
& Ungir jafnaðarmenn

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand