Furstinn eftir Machiavelli er eins konar heilræðakver um lögmál valdabaráttunnar, og ólíkt flestum öðrum hefur Machiavelli ekki mikinn áhuga á hugsjónum, heldur er meira umhugað um völd. Valdhafi samkvæmt Machiavelli má ekki vera veikgeðja og of mikill hugsjónamaður. Til þess að ná árangri þarf hann að ganga óhikað milli bols og höfuðs á andstæðingum sínum, enda er maðurinn illur í eðli sínu. Ætli það geti verið að forsætisráðherrann sjálfur leiki eftir þeim reglum sem Machiavelli gefur valdhöfum? Furstinn eftir Machiavelli er eins konar heilræðakver um lögmál valdabaráttunnar, og ólíkt flestum öðrum hefur Machiavelli ekki mikinn áhuga á hugsjónum, heldur er meira umhugað um völd. Valdhafi samkvæmt Machiavelli má ekki vera veikgeðja og of mikill hugsjónamaður. Til þess að ná árangri þarf hann að ganga óhikað milli bols og höfuðs á andstæðingum sínum, enda er maðurinn illur í eðli sínu. Ætli það geti verið að forsætisráðherrann sjálfur leiki eftir þeim reglum sem Machiavelli gefur valdhöfum?
,,Dabbinn” – eftir Machiavelli
Machiavelli ráðleggur valdhöfum umfram allt að tortíma öllum hugsanlegum andstæðingum sínum og keppinautum um völd. Sem betur fer er ofbeldi ekki sjálfssagt mál í nútímalýðræðisríkjum á borð við Ísland, og valdhafar eru þess ekki megnugir að tortíma andstæðingum sínum í orðsins fyllstu merkingu. En þeir geta þó séð hag sinn í því að halda þeim niðri á annan hátt. Forsætisráðherra vorum líkar ekki við Baugsmenn og fjölmiðla m.a. í eigu þeirra og hefur því notað vald sitt til að keyra í gegnum þingið fjölmiðlafrumvarpinu alræmda, enda með nógu marga undirgefna þingmenn og ráðherra í kringum sig, en með því reynir hann að minnsta kosti að þagga niður í andstæðingum sínum eins og hann getur.
Harka og mildi
Furstinn verður að beita hörku og mildi á víxl, eftir því sem við á, samkvæmt Machiavelli. Auk þess sem hann skal passa að beita hörku á sem skemmstum tíma þannig að það gleymist fljótt, en leitast eftir að beita mildi jafnt og þétt þannig að fólk man eftir því. Forsætisráðherra vor gerir þetta vissulega og hefur ýmsa burði til þess. Hann hefur safnað í kringum sig tryggum stuðningsmönnum sem verja hann með kjafti og klóm, auk þess sem hann virðist passa upp á að nógu langt sé í næstu kosningar þegar hann gerir hluti sem almenningur er ósáttur við eins t.d. að setja frumvarp um lög um eignarhald á fjölmiðlum þegar 3 ár eru í næstu kosningar.
Auk þess má benda á þá tilhneigingu Davíðs til þess að beina kastljósinu að öðrum en sjálfum sér þegar honum hentar. Það að saka Samfylkinguna um að vera beinlínis handbendi Baugs er tilkomumikil tilraun hjá honum til þess að gera hana tortyggilega í augum almennings þótt deila megi reyndar um það hvort það hafi tekist vel hjá honum. Og núna, með því að halda því fram að forsetinn sé óhæfur til annars en að skrifa undir lögin um eignarhald á fjölmiðlum, verður forsetinn hugsanlega að minnsta kosti til jafns við Davíð gerður ábyrgur fyrir þeim lögum. Og vissulega þjónar það fyrst og fremst valdahagsmunum Davíðs.
Já, það lítur sannarlega út fyrir að heilræði Maciavellis komi að notum fyrir valdhafa á Íslandi í dag…