,,Lýtaaðgerðir”

Samkvæmt íslenskri orðabók þýðir orðið lýti ,,ljóður, galli” eða ,,ljótleiki”. Mér er spurn, hvenær varð fegurðarmatið í þjóðfélaginu svo brenglað að það fór að teljast ljótt og gallað að fólk fengi hrukkur? Af hverju er hægt að segja að það sé verið að ,,laga” fólk þegar það er verið að jafna út hrukkurnar á því? Ég myndi nú frekar nota orðið aflaga. Þá vitum við það; það var guðleg forsjón sem sá til þess að við þurfum ekki að horfa upp á hörmulegt útlit Ruthar Reginalds stundinni lengur. Útgangurinn á henni var orðinn svo hroðalegur að Guð almáttugur sá sér ekki annað fært en að grípa í taumana og senda konuna beinustu leið í stórtækar lýtaaðgerðir.

Bara að fara með gamanmál
Neinei. Þetta var bara djók. Mér er í rauninni alveg sama þó Ruth Reginalds láti sparsla í sprungurnar á sér, hvort sem það nú er Guðs vilji eða íslensku þjóðarinnar. Ég er hins vegar meira en lítið undrandi á því að fjölmiðlarnir skuli enn vera að tala um ,,lýtaaðgerðir” þegar ekki er um að ræða fólk sem hefur lent í slysi eða veikst illa.

Laga eða aflaga?
Samkvæmt íslenskri orðabók þýðir orðið lýti ,,ljóður, galli” eða ,,ljótleiki”. Mér er spurn, hvenær varð fegurðarmatið í þjóðfélaginu svo brenglað að það fór að teljast ljótt og gallað að fólk fengi hrukkur? Af hverju er hægt að segja að það sé verið að ,,laga” fólk þegar það er verið að jafna út hrukkurnar á því? Ég myndi nú frekar nota orðið aflaga.

Afmá ummerki um öll brosin
Ég fór að velta þessu svolítið fyrir mér núna þegar Íslendingar flykkjast unnvörpum í læknisaðgerðir til að láta ,,fylla í broshrukkurnar”. Ég veit ekki með ykkur, en mér finnst það merki um mjög sorglegt hugarfar ef fólk finnur hjá sér þörf til að afmá ummerki um öll brosin sem það hefur brosað í lífinu. Ég vona að ég sé ekki að opinbera nördisma minn og furðulegt fegurðarskyn þó ég viðurkenni að það er einlægt markmið mitt að vera komin með broshrukkur út að eyrum þegar ég kemst á fertugsaldur.

Húmor og aftur húmor
Ruth Reginalds lýsti sjálfri sér í fimm orðum í Morgunblaðinu um helgina: ,,húmor, húmor, húmor, húmor, húmor”. Ég vona að Guð almáttugur hafi líka nógan húmor til að taka vel á móti furðuverkinu Ruth á hennar efstu dögum; vel strekktu og spörsluðu fórnarlambi hins undarlega fegurðarmats sem þjóðfélagið (Stöð 2?) heldur að okkur.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand