Lýðræðið hjá framsókn

Ég hef oft mjög gaman að fylgjast með stjórnmálamönnum reyna að réttlæta gjörðir sínar. Sérstaklega er athyglisvert að fylgjast með framsóknarmönnum þessa dagana. Þegar verðandi forsætisráðherra gat loksins komið því frá sér hver ætti að víkja úr ríkisstjórn lagði ég við hlustir. Halldór kom kokhraustur í Íslandi í dag og Kastljósi og sagði þetta hafa verið “niðurstaða” þingflokksins. Það var á honum að heyra að þingflokkurinn hafi komist að niðurstöðu eftir mikla yfirlegu án þess að hann hafi eitthvað stjórnað því sérstaklega. Hann sagðist ekki ráða heldur hafi þingflokkurinn alltaf síðasta orðið.

Ég hef oft mjög gaman að fylgjast með stjórnmálamönnum reyna að réttlæta gjörðir sínar. Sérstaklega er athyglisvert að fylgjast með framsóknarmönnum þessa dagana. Þegar verðandi forsætisráðherra gat loksins komið því frá sér hver ætti að víkja úr ríkisstjórn lagði ég við hlustir. Halldór kom kokhraustur í Íslandi í dag og Kastljósi og sagði þetta hafa verið “niðurstaða” þingflokksins. Það var á honum að heyra að þingflokkurinn hafi komist að niðurstöðu eftir mikla yfirlegu án þess að hann hafi eitthvað stjórnað því sérstaklega. Hann sagðist ekki ráða heldur hafi þingflokkurinn alltaf síðasta orðið.

Nokkrum dögum seinna kom svo Guðni Ágústsson í útvarpsviðtal og ekki til að segja brandara í þetta skiptið. Nei hann var ekki alltof ánægður með ráðherraskiptin eða eins og hann orðaði það svo skemmtilega þá hefði hann “farið öðruvísi að”. Á manna máli þýðir það að hann hefði ekki sett Siv út í kuldan eins og raunin varð. Hann tók það samt fram að hann hafi nú samt kosið Siv út úr ríkisstjórn í samræmi við tillögu formannsins enda væri hefð fyrir því að fara að tillögu formannsins. Varaformaður flokksins kaus sem sagt gegn eigin sannfæringu af því að það er hefð að fylgja foringjanum. Á meðan varaformaður flokksins fylgir bara leiðtoganum í blindni er kannski hægt að búast við því að aðrir geri það.

Það kemur mér náttúrulega ekkert við hvernig framsókn velur sína ráðherra en það er nú samt gott að vita að það er foringinn stjórnar þessu. Það er kannski ekki nema von að einn af strákunum sem hlýðir, fái að halda sæti sínu í ríkisstjórn.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand