“Kynslóðir” Framsóknarflokksins

Það hefur verið athyglisvert að fylgjast með innnanbúðarmálum Framsóknarflokksins undanfarið. Flokkurinn hefur logað stafna á milli í umræðum um ráðherramál og sjálfgæft að sjá forystumann missa svo gjörsamlega stjórn á atburðarásinni eins og Halldór Ásgrímsson. Það hefur verið athyglisvert að fylgjast með innnanbúðarmálum Framsóknarflokksins undanfarið. Flokkurinn hefur logað stafna á milli í umræðum um ráðherramál og sjálfgæft að sjá forystumann missa svo gjörsamlega stjórn á atburðarásinni eins og Halldór Ásgrímsson.

Á Hriflu, vefriti Framsóknar í Reykjavík, birtist í dag grein eftir Hall Magnússon sem innlegg í þessa umræðu. Í henni kemur fram sú skoðun höfundar að Árni Magnússon og Siv Friðleifsdóttir séu “okkar sterkasta vopn til framtíðar”og því ættu þau bæði að vera í ríkisstjórn til að “halda þannig áfram lífsnauðsynlegum kynslóðaskiptum í ríkisstjórninni og Framsóknarflokknum” og síðan nefnir höfundur þá ráðherra sem honum finnst eigi að víkja “Okkar frábæru liðsmenn til margra áratuga – Jón Kristjánsson og Guðni Ágústsson – hafa þá skilað góðu verki fyrir þjóðina og Framsóknarflokkinn og geta skilað keflinu áfram til nýrrar kynslóðar”.

Höfundur vill líka sjá Jónínu Bjartmarz sem ráðherra og þá væntanlega sem hluta af “lífsnauðsynlegum kynslóðaskiptum”. Það er einkar upplýsandi hvaða ráðherra Hallur telur vera orðna gamla og þreytta og hverja ekki. Jón Kristjánssson er elstur ráðherranna, fæddur 1942, en hann hefur ekki verið ráðherra nema síðan. Guðni Ágústsson er fæddur 1949, Valgerður Sverrisdóttir 1950 og Halldór Ásgrímsson 1947.

Vandséð er af hverju þeir Jón og Guðni eru sérstakir fulltrúar eldri kynslóðarinnar. Guðni er til að mynda yngri en formaðurinn sem hefur verið ráðherra í 17 ár og á að baki lengsta þingsetu núverandi þingmanna. Þegar haft er í huga að Jónína Bjartmarz er líka nefnd sem partur af kynslóðaskiptunum er ekki hægt annað en brosa, því hún er fædd 1952 og því þremur árum yngri en Guðni. Ef Halli þykja það mikil kynslóðaskipti er ekki hægt að segja annað en að kynslóðir eru stuttar í Framsóknarflokknum.

Grein Halls er partur af þeim áróðri sem birtist víða og í mörgum myndum að Árni eigi að verða næsti formaður Framsóknarflokksins og hann eigi að leiða flokkinn í Suðurkjördæmi í næstu kosningum. Öll meðul eru nú notuð til að ryðja Guðna úr vegi og ryðja brautina fyrir “ungt” og “ferskt” fólk.

Þeir sem halda þessum sjónarmiðum á lofti og ræða mikið um þreytta menn og nýja kynslóð ættu nú að fara heldur varlega – það er hætta á því að slík skeyti hitti ekki þann sem miðað er á heldur formann flokksins og verðandi forsætisráðherra, Halldór Ásgrímsson, sem setið hefur á þingi í lítil 30 ár.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand