Lýðræðið að engu haft?

Eitt af grundvallarhugmyndum lýðræðissinna er hugmyndin um takmörkun valds æðstu ráðamanna, enda eru þeir mannlegir eins og við hin, skeikulir og brigðulir. Það græðir enginn á því að veita ráðherrum meira frelsi en þeir hafa nú þegar, nema auðvitað þeir sjálfir og hugsanlega góðkunningjar þeirra. Frelsi valdhafa er einmitt hvað mest og víðtækast í einræðisríkjum. Ætli það sé sú hugsjón sem frjálshyggjupostular hafi í huga þegar þeir gagnrýna regluvæðingu ráðherra? Í kjölfar ráðningar dómsmálaráðherra í stöðu hæstarréttardómara og ummæla hans um að jafnréttislög séu barn síns tíma hafa skapast miklar umræður um skeytingarleysi ráðherrans sjálfs um sett lög í landinu og um jafnréttislögin sjálf og réttlæti þeirra. Eðli málsins samkvæmt greinir mönnum á um hvort að þau lög séu nauðsynleg eða sanngjörn, og læt ég þann ágreining liggja milli hluta. En athygliverður þykir mér málflutningur sumra andstæðinga jafnréttislaganna og/eða stuðningsmanna Björns, þar sem þeir benda á að ráðherra eigi að hafa frelsi til þess að beita sinni dómgreind einni við ráðningu á hæstarréttardómara og ráða þann sem hann vill.

Elsku vinur…
Björn bendir líka sjálfur á það á heimasíðu sinni að hann hafi ígrundað vel mat sitt á hæfni umsækjenda og ráðið í samræmi við það, og að hann sé undrandi á því að fólk skuli ekki sætta sig við það að dómgreind hans sem dómsmálaráðherra skuli gilda ein og sér þegar ráða á manneskju í svo ábyrgðarmikla stöðu sem staða hæstarréttardómara er. Ýmsir hinna svokölluðu frjálshyggjumanna hafa líka gagnrýnt takmörkun á frelsi ráðherrans til þess að ráða hvern þann sem hann vill. Á frelsi æðstu ráðamanna í landinu semsagt ekki lengur að takmarkast af frelsi þegnanna? Er í lagi að gefa ráðherrum nógu mikið frelsi (þ.e.a.s. vald) til þess að vera í þeirri stöðu að þeir geti hyglt einkavinum sínum á kostnað fólks sem er með meiri menntun og starfsreynslu?

Aftur til einveldis
Eitt af grundvallarhugmyndum lýðræðissinna er hugmyndin um takmörkun valds æðstu ráðamanna, enda eru þeir mannlegir eins og við hin, skeikulir og brigðulir. Það græðir enginn á því að veita ráðherrum meira frelsi en þeir hafa nú þegar, nema auðvitað þeir sjálfir og hugsanlega góðkunningjar þeirra. Frelsi valdhafa er einmitt hvað mest og víðtækast í einræðisríkjum. Ætli það sé sú hugsjón sem frjálshyggjupostular hafi í huga þegar þeir gagnrýna regluvæðingu ráðherra? Má vera, enda er frelsi frjálshyggjumanna á mörgum sviðum dæmt til að snúast upp í andhverfu sína, helsi.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand