Þurfum við 26 sýslumenn?

Sú spurning hlýtur aftur á móti að vakna hvort það er virkilega nauðsynlegt að halda úti öllum þessum sýslumannsembættum. Væri ekki til dæmis hægt að sameina sýslumannsembættin á Eyjafjarðarsvæðinu? Myndi ekki borga sig að sameina Lögreglustjóraembættið í Reykjavík sýslumannsembættunum í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi? Eða að minnsta kosti þá að hafa eitt sameiginlegt lögreglustjóraembætti og annað sameiginlegt sýslumannsembætti fyrir allt höfuðborgarsvæðið? Það er margt sem vekur athygli þegar maður gluggar í fjárlögin. Eitt af því sem kemur í ljós er að ríkið heldur úti 26 sýslumannsembættum. Staðirnir sem eru þess heiðurs aðnjótandi að þar skuli sitja sýslumaður eru:

Reykjavík, Hafnarfjörður, Kópavogur, Akranes, Borgarnes, Stykkishólmur, Búðardalur, Patreksfjörður, Bolungarvík, Ísafjörður, Hólmavík, Blönduós, Sauðárkrókur, Siglufjörður, Ólafsfjörður, Akureyri, Húsavík, Seyðisfjörður, Eskifjörður, Höfn í Hornafirði, Vík í Mýrdal, Hvolsvöllur, Vestmannaeyjar, Selfoss, Keflavík og Keflavíkurflugvöllur.

Svo sem kunnugt er eru sýslumenn lögreglustjórar, hver í sínu umdæmi, nema í Reykjavík þar sem lögreglustjórn er í höndum sérstaks lögreglustjóra. Þá fara sýslumenn að auki með ýmsa stjórnsýslu ríkisins og víða í lögum eru þeim falin verkefni, til dæmis í aðfararlögum, lögum um nauðungarsölu, þinglýsingar og skipti á dánarbúum.

Eitt lögregluumdæmi á höfuðborgarsvæðinu?
Sú spurning hlýtur aftur á móti að vakna hvort það er virkilega nauðsynlegt að halda úti öllum þessum sýslumannsembættum. Væri ekki til dæmis hægt að sameina sýslumannsembættin á Eyjafjarðarsvæðinu? Myndi ekki borga sig að sameina Lögreglustjóraembættið í Reykjavík sýslumannsembættunum í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi? Eða að minnsta kosti þá að hafa eitt sameiginlegt lögreglustjóraembætti og annað sameiginlegt sýslumannsembætti fyrir allt höfuðborgarsvæðið? Slökkviliðin í Reykjavík og nágrenni hafa til að mynda þegar verið sameinuð með ágætum árangri að ég held.

Betri og hagkvæmari embætti
Ég er þess fullviss að ef sýslumannsembættin yrðu færri og stærri gætu þau enn betur sinnt hlutverki sínu en nú, að almenna löggæslan í landinu myndi styrkjast og eflast og að betur yrði farið með fjármuni skattborgaranna. Þess vegna veldur það mér vonbrigðum að fáir skuli virðast vilja ljá máls á róttækri endurskipulagningu í þessum málaflokki.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið