UF, UJ og UVG mótmæla frumvarpi til laga um breytingu á lögum um útlendinga nr. 96/2002

Ung frjálslynd, Ungir jafnaðarmenn og Ung vinstri græn mótmæla harðlega frumvarpi til laga um breytingu á lögum um útlendinga, nr. 96/2002. Félögin telja að frumvarpið gangi gegn hefðbundnum sjónarmiðum um jafnræði borgaranna og borgaraleg réttindi. Ung frjálslynd, Ungir jafnaðarmenn og Ung vinstri græn mótmæla harðlega frumvarpi til laga um breytingu á lögum um útlendinga, nr. 96/2002. Félögin telja að frumvarpið gangi gegn hefðbundnum sjónarmiðum um jafnræði borgaranna og borgaraleg réttindi.

Frumvarpið gerir að skilyrði fyrir veitingu dvalarleyfis á grundvelli hjónabands, sambúðar eða samvistar að erlendur maki hafi náð 24 ára aldri. Íslenskur ríkisborgari má því ekki koma heim til landsins með erlendan maka á þessum forsendum sé makinn yngri en 24 ára. Þetta undarlega ákvæði er í litlu samræmi við hefðbundin hjúskaparskilyrði. Í frumvarpinu er einnig ákvæði um að foreldrar innflytjenda þurfi að vera eldri en 66 ára til að fá dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar og er ákvæðið hugsað til að koma í veg fyrir atvinnuþátttöku þeirra. Þar sem foreldrar innflytjenda þurfa hvort eð er að sækja um atvinnuleyfi og sýna fram á sjálfstæða framfærslu er þessi breyting með öllu óþörf.

Félögin telja óþarfi að tefja fyrir frjálsri för vinnuafls um hið evrópska efnahagssvæði sem frumvarpið felur í sér. Það er allra hagur að fólk geti ferðast frjálst þangað sem það telur kröftum sínum best borgið. Þannig nýtir fólk vinnuafl sitt og hugmyndir best og getur uppfyllt eigin þarfir og annarra með betri hætti en ella.

Einnig er fyrirhugað að refsivert verði fyrir útlending ef atvinnu- eða dvalarleyfi hans eru í ólagi. Miðað við núverandi reglur ber útlendingur ekki ábyrgð á öflun slíkra leyfa, heldur atvinnurekandi hans.

Frumvarpið veitir Útlendingastofnun einnig heimild til þess að krefjast lífsýnis af innflytjendum til að sanna skyldleika við aðila sem þegar eru staddir á Íslandi. Reynt hefur verið að standa sem ríkastan vörð um persónufrelsi í íslenskum lögum. Heimildir í líkingu við þær sem nú á að fela Útlendingastofnun eru almennt ekki fyrir hendi. Þá eru ekki öll ættmenni blóðskyld, t.d. foreldrar og ættleidd börn þeirra. Í þeim tilvikum myndu rannsóknir á erfðaefnum ekki endilega skera úr um fjölskyldutengsl.

Einnig er gert ráð fyrir heimild Útlendingastofnunar í frumvarpinu til að gera leit á heimili, í herbergi eða hirslum, samkvæmt reglum laga um meðferð opinbera mála ef einhver grunur leikur á um að einstaklingurinn hafi stofnað til „málamyndahjúskapar“. Þetta telja ungliðahreyfingarnar að sé óhæfileg skerðing persónufrelsis. Félögin sjá ekki þann ægilega glæp sem felst í því giftast. Refsiheimild vegna málamyndahjónabanda er því algerlega óþörf.

Frumvarp dómsmálaráðherra kveður einnig á um að refsivert sé að ferðast með fölsuð skilríki eða vegabréf. Í þessu sambandi má tiltaka að í flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna er aðildarríkjum fyrirlagt að leggja ekki refsingar við því að fólk komi ólöglega yfir landamæri. Ennfremur er vert að athuga að fórnarlömb mansals eru gjarnan með fölsuð vegabréf og samkvæmt Palermosamningnum, sem Ísland hefur samþykkt, ber okkur skylda til að vernda fórnarlömb mansals.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand