Bubba vantar Brynju!

Sláandi fyrirsagnir selja, svo einfalt er það! Sú blaðamennska sem virðist tröllríða litla Íslandi er hasarfréttamennska. Hún er í raun þannig að það er alltaf eitthvað fréttnæmt, alveg sama hversu lítilfjörlegt það er. Stormur í glasi væri góð líking nema að oft á tíðum er ansi mikilli drullu bætt út í og útkoman er drullupollur sem hasarhetjurnar hoppa í og ná að skvetta skítnum í allar áttir. Því miður eru margir til sem verða að sjá hvar skíturinn lendir og á hverjum. Kannski er þetta einfalt dæmi um markaðslögmálið; framboð og eftirspurn. Framboðið hefur þó verið yfirdrifið nóg nú upp á síðkastið þar sem skilgetinn bastarður DéVaffs hefur litið dagsins ljós. Barnið kallast Hér og Nú og fjallar um allt, enda ,,ekkert óviðkomandi.” Þetta barn virðist þó ekki hafa sömu sjón og barnið sem sá að keisarinn var nakinn. Sláandi fyrirsagnir selja, svo einfalt er það! Sú blaðamennska sem virðist tröllríða litla Íslandi er hasarfréttamennska. Hún er í raun þannig að það er alltaf eitthvað fréttnæmt, alveg sama hversu lítilfjörlegt það er. Stormur í glasi væri góð líking nema að oft á tíðum er ansi mikilli drullu bætt út í og útkoman er drullupollur sem hasarhetjurnar hoppa í og ná að skvetta skítnum í allar áttir. Því miður eru margir til sem verða að sjá hvar skíturinn lendir og á hverjum. Kannski er þetta einfalt dæmi um markaðslögmálið; framboð og eftirspurn. Framboðið hefur þó verið yfirdrifið nóg nú upp á síðkastið þar sem skilgetinn bastarður DéVaffs hefur litið dagsins ljós. Barnið kallast Hér og Nú og fjallar um allt, enda ,,ekkert óviðkomandi.” Þetta barn virðist þó ekki hafa sömu sjón og barnið sem sá að keisarinn var nakinn. Það barn sá sannleikann og hafði orð á því sem enginn annar vildi viðurkenna í kringum það. Þessi krógi sér alveg heilan helling og gæti virkað sem einhvers konar sannleikur ef það væri ekki fyrir allan þann aur sem það ber með sér. Af því er skítalykt og það þarf að taka bleyjuna af því eða kenna því klósettsiði.

Klósettsiðir hasarfréttamanna
Flestir blaðamenn verða að starfa undir siðareglum og mætti alveg ,,leka” þeim yfir til hasarhetjanna – annars myndu þær tæplegast lesa það – til að þær geti mannast. Siðareglur blaðamanna geta virkað sem uppeldistæki fyrir þá einstaklinga sem fúlsa ekki við því að skrifa greinar sem eru oft á tíðum ekkert annað en ósómi og alger óþarfi að gera fréttnæman. Þriðja grein Siðareglna Blaðamannafélags Íslands ætti að vera sá innanhússpóstur sem verður sendur með ljóshraða í netföng hasarhetjanna.

Blaðamaður vandar upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu svo sem kostur er og sýnir fyllstu tillitssemi í vandasömum málum. Hann forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu.

Þegar maður dettur niður á góða fyrirsögn, helst með stuðlum, þá eru manni allir vegir færir. Það þarf ekkert að lesa greinina í heild sinni, fyrirsögnin ein og sér hefur afhjúpað meira en helming hennar. Nú er ekki töff að vera rithöfundur heldur er nóg að vera fyrirsagnahöfundur þar sem góð fyrirsögn getur e.t.v. aukið sölu snepils um 20%. Slíkt er ekki í takt við sanna fréttamennsku og það er sárt að horfa uppá að hasarfréttamennskan skuli ná upp á pallborðið hjá Íslendingum. Er það eina í stöðunni að skrifa gegn soranum og skítaslettunum? Eða er ekki málið að hætta að fjárfesta í svona sneplum? Nægan skít er jú að finna í haughúsum víðsvegar um landið.

Bubbi fær Brynju
Það kaldhæðnislega er að sú sem ritar þennan pistil, sem er fullur af yfirlýsingum og aðdróttunum í garð hasarfréttamanna, er innrituð í masters nám í blaða- og fréttamennsku. Nú er eiginlega bara að bíða og sjá hvort ég renni algerlega á rassgatið í skítinn með hasarhetjunum eða hvort ég plummi mig ekki fínt með minn Hippókratesareið:

Blaðamaður leitast við að gera ekkert það, sem til vanvirðu má telja fyrir stétt sína eða stéttarfélag, blað eða fréttastofu. Honum ber að forðast hvaðeina sem rýrt gæti álit almennings á starfi blaðamanns eða skert hagsmuni stéttarinnar.

Fagmennska verður að vera til staðar í þessum geira sem og öðrum, flestar fagstéttir hafa siðareglur og ákveðin gildi sem þær fara eftir og þykir manni helvíti hart að nokkrir geti sagt skilið við þær og farið að starfa utan reglna. Manni þætti nú miður ef læknirinn manns tilkynnti manni að þagnarskyldan eigi ekki lengur við hann, hann færi ekki lengur eftir Hippókratesareiðnum. Honum og nokkrum öðrum þætti eiðurinn ekki eiga við sig og vera úreltur, hefðu bara ákveðið eitthvað annað fyrirkomulag.

Þetta nýja fyrirkomulag í fréttamennsku með offorsi, ósóma og hávaða er ekki ásættanlegt. Þess vegna hef ég ákveðið að þessi Brynja stendur með Bubba. Penninn er máttugri en sverðið, en stál og hnífur virkar líka…

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand