Litið stuttlega yfir árið

Gleðileg jól og bestu þakkir fyrir árið sem er nú brátt á enda. Jólahald og annað hald á þessum árstíma einkennist af hefðum. Þetta finnst mér hið besta mál og hef ákveðið að halda einni í hefð nú á lokaspretti þessa ágæta árs 2003. Ég ætla að líta yfir farin veg og sjá hvernig gærdagurinn leit út, þessi sem var einu sinni bara loforð framtíðarinnar. Gleðileg jól og bestu þakkir fyrir árið sem er nú brátt á enda. Jólahald og annað hald á þessum árstíma einkennist af hefðum. Þetta finnst mér hið besta mál og hef ákveðið að halda einni í hefð nú á lokaspretti þessa ágæta árs 2003. Ég ætla að líta yfir farin veg og sjá hvernig gærdagurinn leit út, þessi sem var einu sinni bara loforð framtíðarinnar.

Guðdómleg loforð
Árið 2003 var, er og verður kosningaár og fór strax að bera á baráttunni um hylli,traust og atkvæði. Þetta var spennandi barátta og skiluðu kannanir og spennan sem þeim fylgir með veraldarvefnum til útlanda þar sem ég fylgdist með átökunum úr fjarlægð. Pistlar stjórnmálaflokkana inná vefnum kváðu þó við nýjan og beittari tón. Egginni var beint að persónum í meira mæli en mitt minni nær til áður. Þetta varð svo undirtónn kosningabaráttunnar allrar, persónudýrkun eða persónulegt skítkast. Auglýsingafyrirtækin riðu feitum hesti frá þessari vorönn og eru enn að uppskera verðlaun fyrir það sem sáð var í hjörtu landsmanna með eilífum endurtekningum og fögru brosi framboðsmanna. Einstaklingar innan raða síns flokks börðust fyrir málaflokkum sem voru einkennandi fyrir þeirra aldur og stöðu í lífshlaupinu. Má segja að þetta hafi verið kosningabarátta steríótýpunnar. Inní þessar auglýsingar fléttuðust hin guðdómlegu loforð um bætt kjör og betri tíma.

Niðurstöður túlkaðar
Kosningadagur rann upp og var vægast sagt gríðarlega spennuþrungin og úrslitin svona eins og þau voru og ekki þarf ég að tíunda þau hér. Það sem merkilegra var er að fólk virtist almennt ekki hafa séð sömu úrslitin þar sem næstu daga á eftir voru stjórnmálamenn og pólitískir spekingar að túlka þessar niðurstöður fram og til baka þangað til allir voru búnir að fá ásættanlega niðurstöðu og andinn var eins og á Ólympíuleikum þar sem málið er ekki að vinna – heldur að vera með.

Of dýrt að hafa sjálfstæða skoðun
Efndir kosningaloforða hafa ekki enn litið dagsins ljós. Enn eru spekingar og leikmenn að túlka loforð og efndir þeim samkvæmt sér í hag og ekki að sjá að nokkur hafi svikið… bara ekki alveg gert það sem hann lofaði. Einstaklingar sem börðust fyrir hagsmunum aldurssystkina sinna földu sig nú í fjöldanum og runnu á rassinn með það sem áður var lofað. Samanber loforð framsóknarkonunnar knáu um hugsjón hennar um betri kjör Háskólans. Ekki greip hún þó gæsina þegar hún gafst og studdi þann skerta hlut sem æðstu menntastofnun landsins var rétt. Sem sagt var hóphugsunin alger með tálsýn sinni um óskeikuleika og einhug. Meirihlutinn er svo naumur að það er of dýrt að hafa sjálfstæða skoðun.

Bragðdauft
Eins og kosningabaráttan og kosningarnar þar á eftir báru með sér sterka vinda, sem voru þess fullburðugir að feykja íhaldssömum hugsunum á haf út, hefur þingið sjálft nú á haustönn verið fremur bragðdauft og lognmolla hangið yfir Austurvelli. Hálfpartinn eins og enginn nenni þessu og fólk sé enn að jafna sig eftir veisluna í vor. Það er óskandi að alþingismenn sem og aðrir landsmenn eigi góð og gleðileg jól en verði nú snöggir að hrista af sér veisluslenið og gefi okkur hinum beittari baráttu á nýju ári.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand