Víkverji skrifar

Nú eru margir Íslendingar ánægðir. Um götur keyra hamingjusamir heimilisfeður sem hafa loksins sannað fyrir fjölskyldu sinni að það sé alger nauðsyn að eiga jeppa á Íslandi. Fannfergi kæfir allar götur á bólakaf og við erum svo til læst í stofufangelsi svona innilokuð í langþráðum jólasnjónum. Nú veltur þó allt á sjálfsbjargarviðleitni og dugnaði landans. Þegar kemur til kastanna getum við aðeins reitt okkur á besta ferðamátann; gönguferðina. Nú eru margir Íslendingar ánægðir. Um götur keyra hamingjusamir heimilisfeður sem hafa loksins sannað fyrir fjölskyldu sinni að það sé alger nauðsyn að eiga jeppa á Íslandi. Fannfergi kæfir allar götur á bólakaf og við erum svo til læst í stofufangelsi svona innilokuð í langþráðum jólasnjónum. Nú veltur þó allt á sjálfsbjargarviðleitni og dugnaði landans. Þegar kemur til kastanna getum við aðeins reitt okkur á besta ferðamátann; gönguferðina.

Grunnatriði í háskalegum ferðalögum
Áður en út er haldið er rétt að búa sig vel. Nú er ekki hægt að arka út í hnéhá sköfl án þess að skella sér í ullarhosurnar sem mamma prjónaði forðum; ekki skemmir fyrir að klæða sig líka í snjóbuxur og góða úlpu. Réttast er að taka fram að stuldur á hlífðarfatnaði annarra fjölskyldumeðlima er réttlætanlegur í neyðartilvikum. (Gott er að skrifa glæpinn á minnismiða og hengja hann upp á ísskáp). Loks skal haldið út í óvissuna í von um að ná á áfangastað. Leiðin er ströng en ekki sosum ýkja löng. Það þarf að yfirstíga gangstéttarlausar, ótroðnar götur úthverfanna og flýja snjótroðara sem ætla allt um koll að keyra. Þetta er íslenskur blindbylur eins og hann gerist bestur. Það er síðan spurning hvort manni takist að njóta hans til fullnustu.

Gönguferðir og kosningar
Gönguferðin í bylnum er alls ekki ósvipuð því ári sem nú er að líða. Árið 2003 byrjaði með látum og allt leit út fyrir að vorinu myndi fylgja ýmis konar ófögnuður og hrakfarir sem loks myndu ríða okkur að fullu og grafa okkur undir eitt allsherjar snjóskafl. En mamma prjónar sannarlega góða ullarsokka og við komumst klakklaust úr verstu klípunna með hjálp hlífðarfatnaðar. Þegar litið er til baka yfir árið eru skiptar skoðanir um árangur flokksins í í kosningum sl. vors. Eitt er þó á hreinu að Samfylkingin var ágætlega búin til að takast á við þann blindbyl er beið okkar í maí. Við fengum ekki far með jeppum eða smábílum enda þurftum við að treysta á limi okkar og liði.

Tími velvildar
Nú er nefnilega tími til að gera upp syndir sl. árs og er úr mörgu að velja. Persónulega finnst mér ekki skemmtilegt að minnast ýmissa skammastrika og skakkafalla árisins sem er að líða, og er því tilvalið að strengja þeim mun fleiri áramótaheit í staðinn. Er ekki upplagt að taka forskot á sæluna og eyða hluta þessara hundraðþúsundkalla/tíkalla sem fara í rakettur á hverju ári í eitthvað ögn skynsamlegra, eins og t.d. hjálparsjóð fórnarlamba jarðskjálftanna í Íran? Ýmsir stofnfjáreigendur gætu alveg séð af dágóðri summu; þeir hljóta að geta séð af einhverju smáræði í söfnunina. Annað væri nú ekki hægt.

Blessaðar gæsirnar
Að lokum vil ég brýna fyrir fólki að útigangsfólk á Íslandi er breiðari stétt en flestir gera sér í hugarlund. Blessaðar gæsirnar (og aðrir fuglar) eiga um sárt að binda í óviðrinu og því um að gera að gauka gömlu brauði að þessum vesalingum. Þeir eiga nefnilega enga ullarsokka.

Megi næsta ár verða ykkur ánægjulegt, þakka fyrir það liðna.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand