Lífeyrissjóðir

Hlutverk lífeyrissjóða er að tryggja sjóðfélögum, eftirlifandi mökum þeirra og börnum lífeyri í samræmi við lög og samþykktir sjóðanna. Sjóðirnir starfar samkvæmt lögum settum á Alþingi.Tvítugur launþegi er ekki að hugsa 45 ár fram í tímann og því er hægt að rökstyðja skylduaðild að lífeyrissjóðum. Hlutverk lífeyrissjóða er að tryggja sjóðfélögum, eftirlifandi mökum þeirra og börnum lífeyri í samræmi við lög og samþykktir sjóðanna. Sjóðirnir starfar samkvæmt lögum settum á Alþingi.

Tvítugur launþegi er ekki að hugsa 45 ár fram í tímann og því er hægt að rökstyðja skylduaðild að lífeyrissjóðum.

Velferð í nútíð og framtíð
Hugmyndin með greiðslu í lífeyrissjóð er verið að skylda launþega til að minnka neyslu og velferð sína til að “tryggja” betri og meiri velferð þess á eftirlaunum.

Vegna vaxandi lífslíkna og meiri tíðni örorku hafa efasemdir komið upp varðandi framtíð lífeyrissjóðanna og inneigna launagreiðenda. Stungið hefur verið upp á nokkrum leiðum út úr vandræðunum, eins og að auka iðgjöld og að bjóða launþegum að greiða einnig í viðbótalífeyrissparnað.

Þessar greiðslur geta numið yfir 18% af tekjum sem er mjög hátt hlutfall! Sérstaklega þar sem um hlutfall er að ræða og augljóst að hækkun iðgjalds getur rýrt ráðstöfunarfé launþega umtalsvert.

Framtíð lífeyrissjóðanna og upphæð lífeyris snýst í rauninni ekki einungis um hversu mikið hlutfall greitt er af tekjum í lífeyrissjóð, heldur einnig hve háar tekjurnar eru, hversu mikil verðmæti verða til og hvernig kaupmáttur verður í framtíðinni.

Það er ekki stöðugt hægt að halda áfram að greiða hærra hlutfall tekna í lífeyrissjóði, það er engin lausn og mun enda illa! Í staðinn veður að auka verðmætasköpun! Aukinni verðmætasköpun fylgja hærri laun og þar af leiðandi hærri iðgjöld, án þess að launþegar séu að greiða hærra hlutfall af launum í lífeyrissjóð.

Viðbótalífeyrir og skattalækkanir
Viðbótalífeyrissparnaður er viðurkenning á mistökum og úrræðaleysi lífeyrissjóða. Þetta er lífeyrir utan hinna hefðbundnu lífeyrissjóða, og virðist vera til þess eins að bæta launþegum upp slaka stjórnun og ávöxtun lífeyrissjóðanna. Það hefur einnig komið í ljós að launþegar þurfa að borga meira í framtíðinni til þess eins að viðhalda núverandi réttindum sínum.

Það væri súrt fyrir launþega að loksins þegar tekjuskattar þess eru lækkaðir og fólk hefur meira af sinni vinnu til ráðstöfunar að þá neyði ríkið það til þess að greiða skattalækkunina í lífeyrissjóð. Skattalækkanir eiga að skila sér beint til launþega, ekki lífeyrissjóða. Þegar ráðstöfunartekjur fólks eru lágar, skertar eða bæði, þá hugsa launþegar óneitanlega hvað verður um laun þess og súrt að tvítugur launþegi fær ekki að njóta ‘lækkunarinnar’ fyrr en 45 árum síðar!!!

Áhætta, óvissa og ávöxtunarkrafa
Framtíðin er óviss, þess vegna er nauðsynlegt að búa sig undir hana. Hins vegar fylgir óvissunni áhætta og ef launþegar greiða hærra hlutfall launa sinna í lífeyrissjóð þá er verið að auka áhættu þess í framtíðinni! Það er ekkert tryggt í framtíðinni! Það er ein af ástæðum þess að við kjósum að greiða fyrir neyslu í dag hærra verði en fyrir neyslu í framtíðinni. Ef það á að auka áhættu launþega í landinu þá verðum við að fá betri rök fyrir því hvers vegna við eigum að sætta okkur við hana. Meiri áhættu fylgir einnig sjálfsögð krafa um betri ávöxtun og meiri réttindi.

Tryggingafræðileg úttekt
Í dag er notast við 3,5% raunávöxtun við tryggingafræðilega úttekt lífeyrissjóða. Þetta er nokkuð lægri ávöxtunarkrafa en gengur og gerist og lægri en vextir verðtryggða bankabóka. Þessi lága krafa hvetur ekki stjórnendur lífeyrissjóðanna nóg til að tryggja viðunandi ávöxtun og myndi hækkun í td. 4-4,5% skapa meira aðhald. Það eru alltaf hættur þegar settur er lágmarks árangur á að menn líta á það sem viðunandi ef hann næst, þó svo að betri ávöxtun sé möguleg. Það er einnig hægt að sýna fram á að lægri ávöxtunarkrafa eykur áhættu í fjárfestingum með því að ýta undir kæruleysi.

Lífeyrissjóðir bjóða upp á fasteignalán með 4,15% til 4,30% verðtryggðum vöxtum og er það 0,65% til 0,8% hærra en miðað er við varðandi tryggingafræðilega úttekt, svo svigrúm er enn til staðar.

Aldurstenging réttinda
Ungt fólk sem greiðir stóran hluta tekna sinna í lífeyrissjóð veltur því óneitanlega fyrir sér hvort það sé ekki sanngjarnt að aldurstengja lífeyri. Með aldurstengingu vega iðgjöld sem greidd eru á fyrstu árunum meira en iðgjöld sem greidd eru síðar. Þetta er eðlileg spurning og réttlát. Það er augljóst að ef ‘stigin’(inneign í lífeyrissjóðum til útreikninga á lífeyri) kosta það sama hversu gamlir greiðendur iðgjalds eru þá kostar hvert ‘stig’ unga greiðendur meira! Réttindin eru með öðrum orðum dýrari eftir því sem launþegar eru yngri. Þar sem þetta eru sameignasjóðir þá er það siðferðileg spurning hvort mismuna eigi fólki eftir aldri með þessum hætti.

Án aldurstengingar fer greiðslugeta stjóðanna ekki eftir iðgjöldum heldur eftir aldursskiptingu félagsmanna. Sjóðir með hlutfallslega marga unga greiðendur eiga auðvelt með að greiða fáum lífeyri, en sjóðir með hlutfallslega marga aldraða greiðendur geta ómögulega veitt sínum félagsmönnum sambærileg réttindi. Þetta er innbyggt vandamál í marga sjóði í dag sem þarf að breyta.

Það má þó ekki undir neinum kringumstæðum rýra núverandi réttindi sjóðsfélaga með aldurstengingu.

Skipting sjóða í lífeyrishluta og tryggingahluta
Til þess að gera lífeyrissjóðina gagnsærri og réttindi sýnilegri sjóðsfélögum þarf að skipta sjóðum í tvennt. Í lífeyrishluta sem sér sjóðsfélögum og fjölskyldum þeirra fyrir lífeyri og svo í tryggingahluta sem sér sjóðsfélögum fyrir örorkubótum og skyldum greiðslum. Í dag virðist þetta vera einn hrærigrautur og fjármagn flyst þarna á milli án þess að eftir því sé fylgst, sem er ekkert nema tímasprengja í kerfinu. Tvískiptir sjóðir eru gagnsærri og af því leiðir að fjármál og vandamál þeirra sýnilegri og auðveldara að eiga við þau vandamál sem koma upp.

Hvað gera þarf
Til þess að meiri sátt náist um lífeyrissjóðskerfi okkar þarf það að verða opnara og gagnsærra. Launþegar eru flestir í engu sambandi við lífeyrissjóði sína og vita fæstir hvað þeir eru að fá fyrir iðgjöld sín.

Sjóðirnir eiga að ávaxta lífeyri félaga sinna. Það væri göfugt af þeim að hugsa vel um þær eignir sem þeim er falið, þó það séu peningar. Þessir peningar eru uppsöfnuð vinna félagsmanna sem þeir ætla að njóta á síðustu árum ævi sinnar og því er eðlileg krafa að vel með sé þá farið.

Hver stakur launþegi hefur mjög lítil áhrif á rekstur síns lífeyrissjóðs eða ávöxtun inneignar sinnar. Alþingi þarf að grípa hér inn með afgerandi hætti og rétta stöðu launþega gagnvart sjóðunum og breyta skipun í stjórnir sjóðanna og innleiða beina kosningu.

Til þess að bæta stöðu lífeyrissjóða þá þarf Alþingi að hækka tryggingafræðilega ávöxtunarkröfu, herða eftirlit með fjárfestingarstefnu og áhættustýringu sjóðanna og greiða fyrir aukinni verðmætasköpun og þar af leiðandi hærri launum.

Þetta snýst að lokum ekki um stöðu lífeyrissjóða heldur um íslenska launþega og þeir eiga einungis hið besta skilið!

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand