Dómsmálaráðherra sefur enn

Það gladdi sveitamann að norðan að hæstvirtur dómsmálaráðherra nennti að svara grein hans í Vikudegi þar sem ég fjallaði um löggæslu á Akureyri. Ég stóð í þeirri meiningu að viðbrögð ráðherrans hefðu verið vegna þess að hann hefði kíkt á staðreyndir þær sem blasa við í svarinu. En svargrein ráðherrans olli mér vonbrigðum. Það var ekki það að augu hans hefðu opnast fyrir því ófremdarástandi sem er í löggæslumálum hér. Eins og allir vita sem vilja vita það hefur lögreglumönnum á Akureyri ekki fjölgað í 30 ár og bæjarbúar vita það sem einn maður að sýnileiki lögregluliðsins er að engu orðin vegna liðsfæðar. En svar ráðherra dómsmála sýnir það að hann sefur enn svefni hinna réttlátu og löggurnar fjórar voru bara partur af hinum fræga löggu/stríðsmannleik Björns Bjarnasonar. Það var bara ,,heppileg tilviljun” að þetta gerðist akkúrat núna. Gott að ,,tilviljanir” eiga sér stað á 30 ára fresti ágæti Björn. Það gladdi sveitamann að norðan að hæstvirtur dómsmálaráðherra nennti að svara grein hans í Vikudegi þar sem ég fjallaði um löggæslu á Akureyri. Ég stóð í þeirri meiningu að viðbrögð ráðherrans hefðu verið vegna þess að hann hefði kíkt á staðreyndir þær sem blasa við í svarinu. En svargrein ráðherrans olli mér vonbrigðum. Það var ekki það að augu hans hefðu opnast fyrir því ófremdarástandi sem er í löggæslumálum hér. Eins og allir vita sem vilja vita það hefur lögreglumönnum á Akureyri ekki fjölgað í 30 ár og bæjarbúar vita það sem einn maður að sýnileiki lögregluliðsins er að engu orðin vegna liðsfæðar. En svar ráðherra dómsmála sýnir það að hann sefur enn svefni hinna réttlátu og löggurnar fjórar voru bara partur af hinum fræga löggu/stríðsmannleik Björns Bjarnasonar. Það var bara ,,heppileg tilviljun” að þetta gerðist akkúrat núna. Gott að ,,tilviljanir” eiga sér stað á 30 ára fresti ágæti Björn.

Því miður virðist sem lögreglumennirnir fjórir sem Björn kom með í gjafaumbúðum fyrir ,,tilviljun” um daginn muni ekki nýtast sem skyldi. Þeir eru ekki viðbót við liðið á Akureyri heldur eiga þeir að gegna skyldum um allt Norðurland og því miður munu ekki styrkja daglega löggæslu á Akureyri. Auðvitað munu þeir nýtast þegar mikið liggur við og þeir þurfa ekki að vera annars staðar. Það er eindregin skoðun þeirra sem til þekkja að þetta er ekki það sem lögreglan á Akureyri þurfti mest á að halda. Það sem þarf til að löggæsla á Akureyri eflist þarf að koma til mannaflaukning í fastaliði bæjarins en ekki í sérsveitum Björns Bjarnasonar eingöngu. Staða lögreglunnar á Akureyri er því lítt betri en áður var nema að það er heldur styttra í sérsveitarmenn, landfræðilega en áður. Þar sem okkar ágæti dómsmálaráðherra sefur enn þá skora ég á hann að kynna sér efni svarsins sem hann gaf Láru varaþingmanni. Þar tala tölurnar sínu máli. Fækkun mála í flestum atriðum stafar ekki að aukinni löghlýðni Akureyringa heldur veikleika lögreglunnar hér í bæ. Þeir hafa ekki mannskap í að fást við öll mál og verða að forgangsraða. Þetta getur Björn kynnt sér með því að tala við bæjarbúa, þetta er almannarómur.

Að lokum Björn minn ágæti dómsmálaráðherra, gott að vita að þú stendur heilshugar bak við lögregluna á Akureyri, það mun vafalaust birtast í góðum verkum þar sem liðið verður styrkt eins og þarf og svo en að allra, allra síðustu. Takk fyrir dæmisöguna, alltaf gaman að heyra sögur af gömlum sjálfstæðismönnum sem alltaf voru stærstir, bestir og klárastir.

Aðeins viðbót við þennan pistil. Það hafði farið framhjá mér að helsti konsúll Björns Bjarnasonar Stefán Fr Stefánsson formaður ungra Sjálfstæðismanna á Akureyri hafði skrifað pistil um sama mál. Þar talar hann um að Samfylkingin sé að eigna sér verk Björns Bjarnasonar hvað varðar viðbótar við lögregluliðið. Ég get fullvissað hinn ágæta formann Varðar að svo er alls ekki. Samfylkingin mun áfram gagnrýna ráðherrann fyrir tómlæti í málefnum lögreglunnar hér í bæ. Það hefur komið í ljós að BB var aðeins að koma að helsta áhugamáli sínu sérsveitarmálinu hingað norður. Sú trú á dómsmálaráðherra sem lýsti sér í skrifum mínum byggðist á misskilningi. Björn Bjarnason var alls ekki að bregðast við vandamálinu sem hér er. Hann var bara í hermannaleik og löggæslan á Akureyri er enn jafn veikburða og fyrir heimsókn ráðherrans. Ég trúði því að Börn Bjarnason væri að bregðast við sanngjörnum ábendingum en því miður var hann aðeins að þjóna eigin lund.

Jón Ingi Cesarsson, formaður Samfylkingarfélagsins á Akureyri
greinin birtist s.l. föstudag á vefsíðu Samfylkingarinnar á Akureyri.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið