Líf múslima í Bandaríkjunum

Ungliðahreyfingar stjórnmálaflokkanna í Reykjavík standa fyrir opnum hádegisverðarfundi á Sólon, efri hæð, frá kl. 12.00 -13.30 fimmtudaginn 28.febrúar með íslamska trúarleiðtoganum dr. Mohamad Bashar Arafat Ungliðahreyfingarnar í Reykjavík kynna:

Líf múslima í Bandaríkjunum
– Dr. Mohamad Bashar Arafat

Ungliðahreyfingar stjórnmálaflokkanna í Reykjavík standa fyrir opnum hádegisverðarfundi á Sólon, efri hæð, frá kl. 12.00 -13.30 fimmtudaginn 28.febrúar með íslamska trúarleiðtoganum dr. Mohamad Bashar Arafat, en hann mun flytja fyrirlestur um Líf Múslima í Bandaríkjunum. Fundarstjóri er Ingólfur Bjarni Sigfússon, fréttamaður.

Dr. Mohamad Bashar Arafat er fæddur í Damaskus í Sýrlandi. Hann útskrifaðist frá Háskólanum í Damaskus með gráðu í íslömskum fræðum og arabískri tungu árið 1987. Ári seinna lauk hann gráðu í Íslamslögum, en jafnframt er hann með doktorspróf í heimspeki og guðfræði frá Trinity College and University

Arafat hefur komið víða við í störfum sínum, en um tíma var hann leiðtogi
(Imam) múslimasamfélagsins í Damaskus (1981-1989), Baltimore (1989-1993) og við John Hopkins University (1993-2003). Hann hefur kennt íslömsk fræði í fjölda háskóla í Bandaríkjunum ásamt því að beita sér að því að liðka fyrir samskiptum milli ólíkra trúarhópa á alþjóðavísu.

Arafat er forseti og stofnandi samtaka sem kallast Civilizations Exchange and Cooperation Foundation (CECF) en markmið þeirra er að stuðla að auknum skilningi milli ólíkra trúarhópa og að forða því að trúarbragðadeilur leiði til átaka.

Ungliðahreyfingarnar hvetja alla til að sækja þennan fróðlega fyrirlestur Dr.
Mohamad Bashar Arafat um líf múslima í Bandaríkjunum.

Allir velkomnir

Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík
Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna Ung vinstri græn Ung frjálslyn

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið