Ég er jafnaðarmaður

Yfir hundrað manns hafa skráð sig á málefnaþing Ungra jafnaðarmanna á Grand Hóteli í Reykjavík næsta laugardag. Skráningu lýkur á morgun, föstudag.

Yfir hundrað manns hafa skráð sig á málefnaþing Ungra jafnaðarmanna á Grand Hóteli í Reykjavík næsta laugardag. Skráningu lýkur á morgun, föstudag. Þingið er haldið undir yfirskriftinni „Ég er jafnaðarmaður“ og þar verður fjallað um jafnaðarstefnuna, eðli hennar og áhrif í stjórnmálum nútímans. Þá verða málstofur um tvö mikilvæg málefni samtímans: Innflytjendur á Íslandi og Evrópusambandið.

Þinginu verður stjórnað af Ungum jafnaðarmönnum og fjöldi fulltrúa úr flokknum og annars staðar frá leggja sitt af mörkum. Öllum jafnaðarmönnum er afar velkomið að slást í hópinn og taka þátt í líflegum umræðum og samskiptum!

Allar skráningar berist á netfangið: uj@samfylking.is

Dagskrá


Ég er jafnaðarmaður

Frá klukkan 12.00 til 17.00 á Grand Hóteli Reykjavík

12.00 Opnunarræður – Hvammur

Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna

Þórunn Sveinbjarnadóttir, umhverfisráðherra

Myndbandið „Ég er jafnaðarmaður“ frumsýnt.

13.00 Málstofur

Háteigur B: Evrópusambandið – Hvað er málið?

Málstofustjóri: Dagbjört Hákonardóttir

Aðalsteinn Leifsson – „Evrópuhugsjónin“

Jón Þór Sturluson – „Hvað um evruna?“

14.20 – 14.40 Kaffi

Ágúst Ólafur Ágústsson – „Lýðræðishalli í EES samstarfi og innan ESB“

– Lára Sigurþórsdóttir – „Veruleiki íslenskra hagsmunaaðila gagnvart ESB gerðum“

Hvammur: Innflytjendur á Íslandi – Hvernig getum við gert betur?

Málstofustjóri: Þorsteinn Kristinsson

Amal Tamimi – „Leiðir til úrbóta“

Hrannar Björn Arnarsson – „Jafnaðarstefnan og málefni innflytjenda“

14.20 – 14.40 Kaffi

Oddný Sturludóttir – „Heimurinn er hér: Menntun og fjölmenning“

Þátttakendur í verkefninu „Framtíð í nýju landi“ taka þátt í umræðum.

16.00 „Jafnaðarstefnan“ – Hvammur

Pallborð með kjörnum fulltrúum Samfylkingarinnar. Árni Páll Árnason, Ágúst Ólafur Ágústsson, Guðríður Arnardóttir og Helgi Hjörvar segja okkur hvernig þau nota jafnaðarstefnuna í sínum störfum og svara spurningum.

17.00 Þingi lokið

18.00 Matur og teiti á skemmtistaðnum 7-9-13. Allir velkomnir

Matur kostar 1.500 kr. Skráning í matinn berist á uj@samfylking.is

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið