Lieberman, Repúblikani í sauðargæru?

Þótt að allir viti bornir menn séu ákafir í að koma Bush úr Hvíta húsinu má það ekki gerast að settur verði jafn hættulegur maður í hans stað. Hver yrði ávinningurinn af því? – Segir Tómas Kristjánsson Greinin birtist áður sem aðsend grein Ef litið er á stefnumál Demókratanna sem sækjast eftir útnefningu flokksins er einn frambjóðandi sem sker sig nokkuð úr hópnum. Það er Joe Lieberman. Lieberman sem verður 62 ára þann 24 febrúar var varaforsetaefni Al Gore árið 2000 og var þá fyrsti gyðingurinn til að vera tilnefndur sem varaforsetaefni Bandaríkjanna. Hann er menntaður lögfræðingur en starfaði stutt sem slíkur og var kjörinn á fylkisþing Connecticut 1971. Hann varð síðan öldungardeildarþingmaður árið 1988. En þótt að það væri hægt að gera bók um ævi og fyrri störf Liebermans þá eru það stefnumál hans sem ég vill vekja athygli á.

– Hann er á móti hjónaböndum samkynhneigðra eins og Bush.
– Hann er eini frambjóðandinn sem styður Bush í áætlunum sýnum um eldflaugavarnakerfi.
– Hann styður 19 milljarða dollara aukningu Bush til varnarmála.
– Er fylgjandi því að flokka megi óbreytta borgara sem óvinveitta og loka inni án ákæru eins og Bush.
– Er fylgjandi ,,Patriot act” sem heimilar skerðingu mannréttinda eins og Bush.
– Studdi stríðið í Írak, var einn af flutningsmönnum frumvarpsins sem heimilaði innrásina.
– Fylgjandi fyrirbyggjandi árásum, sprengjum fyrst spyrjum síðan!
– Fylgjandi hertum aðgerðum gegn Palestínumönnum og auknum stuðningi við Ísrael.
– Fylgjandi dauðrefsingum eins og Bush (reyndar eru aðrir frambjóðendur sem styðja það).
– Fylgjandi byssusýningum og vopnaburði löggæslumanna, á móti hertum reglum, eins og Bush.

Hvað er það sem gerir þennann mann að Demókrata? Ef þessi maður kemst til valda er hætta á að Mið-austurlönd verði næst á lista Bandaríkjahers. Hann mun ekki gera þær breytingar sem gera þarf á bandarísku þjóðfélagi til þess að tryggja jafnvægi og stöðugleika í heiminum. Þótt að allir viti bornir menn séu ákafir í að koma Bush úr Hvíta húsinu má það ekki gerast að settur verði jafn hættulegur maður í hans stað. Hver yrði ávinningurinn af því?

Tómas Kristjánsson, nemi í MH

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand