Eru skólagjöld eina leiðin?

Umræðan um upptöku skólagjalda við Háskóla Íslands er komin á það stig að full ástæða er til að óttast að þau verði keyrð gegnum Alþingi á þessu kjörtímabili. Að innan fárra ára verði enn dýrara að vera námsmaður en nú og flestir enn skuldsettari en áður að námi loknu. Umræðan um upptöku skólagjalda við Háskóla Íslands er komin á það stig að full ástæða er til að óttast að þau verði keyrð gegnum Alþingi á þessu kjörtímabili. Að innan fárra ára verði enn dýrara að vera námsmaður en nú og flestir enn skuldsettari en áður að námi loknu.

Sumir segja eina helstu röksemdina fyrir skólagjöldum vera þá að þau ýti undir námsárangur og leiði til aukinnar hagkvæmni. Fólk verði duglegra að læra ef það hafi lagt eitthvað undir.

Nú má ekki gleyma því að flestir nemendur Háskólans eiga rétt á námslánum – lánum sem þeir fá því aðeins að þeir nái ákveðnum árangri í náminu. Það er því veruleg fjárhagsleg pressa á að standa sig vel í skólanum.

En þrátt fyrir það viðurkenni ég að nokkuð er til í þeirri röksemd að skólagjöld ýti undir námsárangur og geti aukið hagkvæmni.

Það er nefnilega vissulega svo að fjölmargir slugsast í háskólanum. Eru kannski 6-7 ár með 3 ára nám. Eru kannski sífellt að skrá sig í og úr námskeiðum eftir hentugleika og eyðileggja þar með innra skipulag skólans. Eru kannski alltaf að hætta við að taka próf á síðustu stundu og fara í staðinn í sumarpróf.

En eru skólagjöld eina leiðin til að vinna á þessu vandamáli?

Skilgreinum lágmarksþjónustu
Í stað þess að láta alla námsmenn borga skólagjöld má fara aðra leið að mínu viti. Sú leið felst í því að skilgreina ákveðna lágmarksþjónustu sem ríkið greiði fyrir. Allir fái til dæmis 4 ár til að ljúka B.S. eða B.A-gráðu og 6 ár til að klára masterinn án þess að þurfa inna annað gjald af hendi en hin almennu skráningargjöld. Allir fái að skrá sig einu sinni á ferlinum í sumarpróf án gjaldtöku. Allir fái að skrá sig í Háskólann og skrá sig í námskeið innan hans á ákveðnu tímabili, án kostnaðar.

En um leið og nemendur eru farnir að vera lengur en fjögur ár með B.A og B.S-gráður, meira en 6 ár með masterinn, farnir að taka sumarpróf að jafnaði, skrá sig of seint í einstök námskeið eða skólann sjálfan, eða farnir að vilja skrá sig úr námskeiðum – þurfi þeir að borga hófleg skólagjöld, álag á skráningargjald, úrskráningargjald, sumarprófsgjald o.s.frv.

Þetta finnst mér sanngjörn og eðlileg leið sem er líkleg til að ýta undir að fólk ljúki náminu á skikkanlegum tíma og að unnt verði að skipuleggja skólastarfið betur, án þess að leggja frekari fjárhagslegar byrðar á þá sem taka námið á eðlilegum hraða og sinna því af kappi.

Þótt sveigjanleiki í skólakerfinu sé afskaplega mikilvægur, er nefnilega ekki þar með sagt að ríkið eigi að borga fyrir hann.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand