Sinnepsgasið reyndist vera prump

Halldór Ásgrímsson, tilvonandi forsætisráðherra, segir fátt nema það sé þess virði að segja það. Orð úr munni hans eru þakklát frelsi sínu og launa frelsara sínum vel með því að vera stór og áhrifamikil. Jafnvel prentvélar Morgunblaðsins kikna í hnjánum og lúta vilja þeirra. Halldór tók til máls að þessu sinni vegna þess að landslið Íslands í gereyðingavopnaleit hafði loksins fundið ástæðuna fyrir stríðinu í Írak. Halldór Ásgrímsson, tilvonandi forsætisráðherra, segir fátt nema það sé þess virði að segja það. Orð úr munni hans eru þakklát frelsi sínu og launa frelsara sínum vel með því að vera stór og áhrifamikil. Jafnvel prentvélar Morgunblaðsins kikna í hnjánum og lúta vilja þeirra. Halldór tók til máls að þessu sinni vegna þess að landslið Íslands í gereyðinga- vopnaleit hafði loksins fundið ástæðuna fyrir stríðinu í Írak.

Kannski var Halldór svona kátur vegna þess að hann hafði sjálfur gleymt því afhverju Ísland var á lista hinna viljugu. Ef til vill reiknaði hann vopnafundinn út frá höfðatölu og datt í hug að miðað slíkan fund á Íslandi værum við að tala um 36 kjarnorkusprengjur eða svo. Hver veit, kannski var hann bara fá launahækkun.

Þeir sem vöknuðu daginn eftir og lásu Moggann fundu hins vegar skrýtna lykt. Engu var líkara en að Halldór hafi hreinlega talað með rassinum í fréttatilkynningu sinni og Morgunblaðið dreifði síðan leifum af þeirri ólykt á forsíðu sína. Morgunblaðið hefur ekki enn beðið lesendur sína afsökunar á þessari óviðeigandi vakningu né gert tilraun til að setja vanillu lyktarefni í pappír sinn. Segja má að fólk sé orðið hrætt við að vakna á morgnanna af ótta við að fá morgunprump í augun.

Eftir þennan stórmerkilega fornleifafund stendur að enginn gereyðingavopn hafa fundist í Írak og meira segja Tony Blair er farinn að gefast upp á leitinni. Eftir stendur að ráðamenn þjóðarinnar tóku ákvörðun um að styðja stríð sem 90% þjóðarinnar var andsnúið og með þeim rökum að Írak og gereyðingavopn þess væru hættuleg heimsfriðnum. Eftir stendur að sinnepsgasið reyndist vera prump.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand