Leikhús og listir – vafasamur iðnaður?

Fátt þykir mér skemmtilegra en að fara í leikhús. Á þessu ári hef ég farið þrívegis á leiksýningu og tel mig nokkuð góða. Því miður eru ekki allir eins duglegir og ég, enda er leikhúslíf á Íslandi rekið með tapi ár eftir ár. Svo má reyndar segja um flest leikhús heims en ekki er erfitt að finna skýringar á trega almennings til leikhúsferða. Á Íslandi er þó augljóst mál að gríðarlega hátt miðaverð mun fyrr eða síðar ganga af leiklistarlífi dauðu.
Fátt þykir mér skemmtilegra en að fara í leikhús. Á þessu ári hef ég farið þrívegis á leiksýningu og tel mig nokkuð góða. Því miður eru ekki allir eins duglegir og ég, enda er leikhúslíf á Íslandi rekið með tapi ár eftir ár. Svo má reyndar segja um flest leikhús heims en ekki er erfitt að finna skýringar á trega almennings til leikhúsferða. Á Íslandi er þó augljóst mál að gríðarlega hátt miðaverð mun fyrr eða síðar ganga af leiklistarlífi dauðu.

Miðaverð er of hátt
Ég get með sanni sagt, að hefði mér ekki verið boðið á tvær leiksýningar af þessum þremur sem ég hef mátt njóta á ungu ári hefði ég látið vera að njóta þeirra. Hér talar fátæk en menningarsinnuð námsmey sem lætur ekki draga sig á afturlöppunum. Á hverju ári er um 180 milljóna halli á starfsemi Þjóðleikhússins en skv. fjárlögum er því úthlutað því sem nemur um 700 milljónum kr. árið 2004. Hér er einhver veruleg rekstrarbrenglun á ferðinni.

Ókeypis fyrir forréttindahópa?
Fáir vita þó að drjúgur hluti landsmanna þarf ekki að greiða fyrir leikhúsmiða sína eins og sauðsvartur almúginn. Þetta fólk tilheyrir félagi því sem kennir sig við starfsmenn og aðstandendur leikhúsa og starfsemi sem þeim tengist. Víst er, að til þess að næla sér í frímiða á nær allar sýningar atvinnuleikhúsa, þarftu að hafa komið nálægt uppfærslu nokkurra leiksýninga. Þá gefur það augaleið að allflestir leikarar, leikstjórar, leikmyndahönnuðir og ljósamenn njóta ókeypis leiksýninga um allt land – að áhugasýningum undanskildum. Ekki ætti þó að skerða fjárveitingar til leikhúsalífs, enda ómetanleg menningarstarfsemi þar á ferð. Þó hlýtur að vera hægt að endurskoða rekstur þeirra.

Einstakt í menningargeiranum
Hvað segir þessi mismunun okkur? Er fjársvelt stofnun ríkisins að verðlauna aðstandendur sína með þessum hætti sem um leið kemur stórkostlega niður á öðrum skattgreiðandi þegnum? Að vísu væri þessi umbun ekki ósiðleg ef um væri að ræða einkarekin leikhús, en svo er víst ekki. Starfsmenn Sinfóníuhljómsveitar Íslands fá engin hlunnindi á borð við þau sem ofangreind voru og frímiðar á vinsæla tónleika eru sjaldséðir. Hver skyldi herslumunur menningargeirans vera?

Rétt er að taka fram, að úthlutun frímiða er réttlætanleg þegar ríkisreknar stofnanir eiga ekki í hlut, eins og t.d. Þjóðleikhúsið. Áhugaleikfélög hafa ekki úr miklu að moða og kvikmyndaiðnaðurinn þarf sömuleiðis að lúta undan himinháum fjárveitingum til leikhúsanna. Væri ekki viturlegra að leggja blátt bann á vildarmiða til vildarmanna leiklistarinnar til þess að efla veikt leikhúslíf og sömuleiðis aðrar listir? Með lægra miðaverði yrði leikhúsferðin að borgaralegri skemmtun, í stað árlegs viðburðar eins og gengur og gerist hjá efnaminni menningarvitum. Þegar öllu er á botninn hvolft er um ríkisrekna stofnun að ræða, og brátt verða það hrein forréttindi að vera leikhúsgestur.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand