Leggjum háar sektir við akstri utan vega

Reglulega heyrist í fréttum að miklar skemmdir hafi orðið á gróðri vegna utanvegaaksturs. Sjálfur hef ég ferðast víða um landið og séð hversu skelfilega illa sum svæði eru útleikin vegna þessa. Sum sáranna munu sjást í áratugi og óvíst er að önnur grói nema með markvissu landgræðslustarfi. En hvað er þá til ráða ef við viljum ekki að margar gróðurvinjar óbyggðanna verði í framtíðinni sundurskornar af troðningum og hjólförum? Reglulega heyrist í fréttum að miklar skemmdir hafi orðið á gróðri vegna utanvegaaksturs. Sjálfur hef ég ferðast víða um landið og séð hversu skelfilega illa sum svæði eru útleikin vegna þessa. Sum sáranna munu sjást í áratugi og óvíst er að önnur grói nema með markvissu landgræðslustarfi.

En hvað er þá til ráða ef við viljum ekki að margar gróðurvinjar óbyggðanna verði í framtíðinni sundurskornar af troðningum og hjólförum?

Fræðsla og merkingar – gott svo langt sem það nær
Vissulega má hugsa sér að auka fræðslu og setja upp enn fleiri merkingar og skilti sem ítreka að ekki sé leyfilegt að aka utan vega. En ég er því miður frekar svartsýnn á að þetta dugi til, þótt það geti vissulega hjálpað.

Háar sektir það eina sem virkar
Það eina sem ég held að hafi raunveruleg áhrif er að leggja himinháar sektir við athæfinu – og samtímis auka eftirlit til að tryggja að sem flestir hinna brotlegu þurfi að greiða þær. Jafnframt þarf að setja upp skilti á svæðum þar sem líklegt er að fólk aki utan vega þar sem stendur hversu háar þessar sektir geta orðið.

Fjármunirnir sem hinir brotlegu þyrftu að inna af hendi gætu svo runnið í að fjármagna eftirlit, bæta merkingar og fræðslu og í að laga skemmdirnar sem hafa verið unnar.

Fráfarandi umhverfisráðherra beiti sér fyrir lausn
Ég tel tilvalið að Siv Friðleifsdóttir, fráfarandi umhverfisráðherra, láti það verða eitt af sínum síðustu embættisverkum að beita sér fyrir aðgerðum til að draga verulega úr utanvegaakstri. Við getum nefnilega ekki beðið mikið lengur eftir lausn.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand